Curry meiddur en spilaði í sigri Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2013 06:54 Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti