Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2013 18:39 Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira