Skoðað hvort Landsvirkjun útvegi orku til Helguvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2013 12:15 Skoðað verður hvort Landsvirkjun geti útvegað raforku til álversins í Helguvík, ef orkan fæst ekki annars staðar frá, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem telur uppbygginguna afar mikilvæga, bæði fyrir Suðurnes og landið í heild. Sem fjármálaráðherra fer Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með málefni Landsvirkjunar og hann kýs alla stjórn fyrirtækisins. Í Helguvík er búið að smíða grind utan um álver en framkvæmdir liggja niðri, meðal annars vegna þess að ekki hafa náðst samningar milli orkufyrirtækja og Norðuráls um raforkukaup. En kemur til greina að ríkið beiti eignarhaldi sínu í Landsvirkjun til að greiða fyrir þessu verkefni? „Það skiptir miklu að það sé jákvætt viðhorf í garð þessara framkvæmda," svarar Bjarni. „Það er samstaða milli flokkanna um það að styðja eins og hægt er uppbyggingu álversins í Helguvík. Ef það er niðurstaðan að það tekst ekki að ná samningum um orkuöflun til verkefnisins þá munum við skoða það hvort einhverjir aðrir, eins og til dæmis Landsvirkjun, gætu stigið inn í þessa mynd vegna þess að uppbyggingin sem slík er svo mikilvæg fyrir svæðið og verkefni fyrir landið í heild." -Þannig að það kæmi til greina að gefa stjórn Landsvirkjunar hreinlega fyrirnæli um það að styðja við þetta verkefni? „Það verða engin skref stigin sem eru út fyrir faglega rammann sem Landsvirkjun á að starfa eftir. En mér finnst sjálfsagt að láta á það reyna hvort menn geti náð saman um að afla orku í verkefnið, ef að þeir sem hafa verið í þeim viðræðum eru ekki að ná saman," segir Bjarni. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Skoðað verður hvort Landsvirkjun geti útvegað raforku til álversins í Helguvík, ef orkan fæst ekki annars staðar frá, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem telur uppbygginguna afar mikilvæga, bæði fyrir Suðurnes og landið í heild. Sem fjármálaráðherra fer Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, með málefni Landsvirkjunar og hann kýs alla stjórn fyrirtækisins. Í Helguvík er búið að smíða grind utan um álver en framkvæmdir liggja niðri, meðal annars vegna þess að ekki hafa náðst samningar milli orkufyrirtækja og Norðuráls um raforkukaup. En kemur til greina að ríkið beiti eignarhaldi sínu í Landsvirkjun til að greiða fyrir þessu verkefni? „Það skiptir miklu að það sé jákvætt viðhorf í garð þessara framkvæmda," svarar Bjarni. „Það er samstaða milli flokkanna um það að styðja eins og hægt er uppbyggingu álversins í Helguvík. Ef það er niðurstaðan að það tekst ekki að ná samningum um orkuöflun til verkefnisins þá munum við skoða það hvort einhverjir aðrir, eins og til dæmis Landsvirkjun, gætu stigið inn í þessa mynd vegna þess að uppbyggingin sem slík er svo mikilvæg fyrir svæðið og verkefni fyrir landið í heild." -Þannig að það kæmi til greina að gefa stjórn Landsvirkjunar hreinlega fyrirnæli um það að styðja við þetta verkefni? „Það verða engin skref stigin sem eru út fyrir faglega rammann sem Landsvirkjun á að starfa eftir. En mér finnst sjálfsagt að láta á það reyna hvort menn geti náð saman um að afla orku í verkefnið, ef að þeir sem hafa verið í þeim viðræðum eru ekki að ná saman," segir Bjarni.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira