Íslenska stúlknalandsliðið í fimleikum þurfti að skila bronsverðlaununum sem liðið vann um helgina á Norðurlandamóti unglinga en mótið fór fram í Noregi.
Mótshaldarar gerðu mistök í útreikningi og það voru þjálfarar íslenska liðsins sem uppgötvuðu mistökin og tilkynntu mótshöldurum um þau.
Íslensku stelpurnar afhentu í kjölfarið liði Finnlands bronsverðlaunapeningana sem þær höfðu fengið degi áður.
Var mikið klappað fyrir íslenska liðinu og fengu allir í hópnum hrós fyrir heiðarlega framkomu og sanna íþróttamennsku.
