Leikmenn hætta vegna vangoldinna greiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 13:48 Mynd/Stefán Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira