Réttarhöldunum yfir hlauparanum fótalausa, Óskari Pistoriusi, hefur verið frestað að ósk lögreglu sem vill rannsaka mál hans betur en Pistorius er sakaður um að hafa skotið og myrt kærustu sína 14. febrúar. Málið skók S-Afríku og heiminn allan.
Lögfræðingar Pistoriusar féllust á frestunina en Pistorius, sem heldur því fram að um slys hafi verið að ræða; hann taldi að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða, mætti fyrir dómsstól í Suður-Afríku; klæddur svörtum jakkafötum og með svart og hvítt bindi. Einungis tók 15 mínútur að ákveða frestunina.
Máli Pistoriusar frestað
JBG skrifar
