Tiger þarf að laga "allt" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2013 07:34 Í þetta skiptið bjargaði Tiger sé vel úr erfiðri stöðu eftir misheppnað upphafshögg. Nordicphotos/Getty Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt." Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods lauk keppni í 65. sæti á Memorial-mótinu í Ohio um helgina. Bandaríski kylfingurinn segist þurfa að taka til í leik sínum enda Opna bandaríska meistaramótið handan við hornið. Tiger hefur fimm sinnum unnið sigur á Murfield golfvellinum í Ohio og átti titil að verja. Honum tókst hins vegar aldrei að átta sig á hröðum flötunum um helgina og lauk keppni 20 höggum á eftir sigurvegaranum, landa sínum Matt Kuchar. Lokaskor hans var 296 högg sem er næsthæsta skor hans á löngum atvinnumannaferli. Tveimur höggum færra en á WGC-Bridgestone boðsmótinu árið 2010. „Púttin gengu augljóslega illa alla vikuna. Ég áttaði mig ekki á hraðanum. Mér fannst flatirnar aldrei líta út fyrir að vera jafn hraðar og raun bar vitni," sagði Tiger. Bandaríska meistaramótið fer fram helgina 13.-16. júní. Aðspurður hvað hann þyrfti að bæta fyrir mótið var svar Tiger einfalt: „Allt."
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira