Körfubolti

Anna María var búin að eiga metið frá því áður en Helena fæddist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir og Anna María Sveinsdóttir.
Helena Sverrisdóttir og Anna María Sveinsdóttir. Mynd/KKÍ

Helena Sverrisdóttir bætti í dag stigamet íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og er nú orðin sú körfuknattleikskona sem hefur skorað flest stig fyrir A-landsliðið. Anna María bætti met Önnu Maríu Sveinsdóttur í lokaleik íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.

Anna María Sveinsdóttir skoraði á sínum tíma 759 stig í 60 landsleikjum eða 12,7 stig að meðaltali í leik. Helena Sverrisdóttir var búin að leika 44 leiki fyrir þennan leik í dag og vantaði bara eitt stig til að jafna metið.

Helena var ekki lengi að bæta metið því hún var komin á vítalínuna eftir aðeins 23 sekúnda leik og setti þar niður bæði vítin sín. Helena var þar með orðin stigahæsta landsliðskonan Íslands frá upphafi. Leikur Íslands og Lúxemborgar stendur nú yfir og er hægt að nálgast lifandi tölfræði hans hér.

Anna María var búin að eiga stigamet landsliðsins síðan árið 1987 eða áður en Helena fæddist (Helena fæddist 1988). Anna María var aðeins á átjánda aldursári þegar hún varð fyrst stigahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Anna María var fyrst til að skora 100, 200, 300, 400, 500, 600 og 700 stig fyrir íslenska landsliðið en Helenu nálgast óðum 800 stiga múrinn.

Anna María er jafnframt búin að missa tvö stigamet á aðeins 66 dögum því Birna Valgarðsdóttir tók af henni stigametið í efstu deild í lokaumferðinni sem fram fór 27. mars síðastliðinn. Anna María skoraði 5001 stig í efstu deild en Birna endaði tímabilið með 5006 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×