J.R. Smith hefur ákveðið að nýta sér klausu í samningi sínum við New York Knicks og rifta núverandi samningi við félagið.
Smith er nú frjáls sinna ferða en leikmaðurinn var ekki sáttur við þær tæplegu þrjá milljónir dollara í árslaun hjá Knicks.
Það er aftur á móti ekki talið svo ólíklegt að New York Knicks reyni að endursemja við leikmanninn og bjóða honum nýjan samning en hann var stórfínn með liðinu á síðasta tímabili.
Ef ekki mun hann líklega finna sér annað lið fljótlega, allt snýst þetta víst um peninga. Lið sem Smith hefur verið orðaður við eru L.A. Lakers, Houston Rockets og Boston Celtics.
J.R. Smith ekki lengur samningsbundinn Knicks
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
