Miami meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2013 07:02 Mynd/AP Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar. NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar.
NBA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira