Porsche selur og selur Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2013 09:30 Meira en annar hver Porsche sem selst er af Cayenne gerð Það eiga ekki allir bílaframleiðendur bágt þessa dagana og helst eru það þeir þýsku sem enga ástæðu hafa yfir að kvarta yfir sölunni. Einn þeirra er Porsche sem seldi 18% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins samanborið við síðasta ár, eða 81.500 bíla. Meira að segja í Evrópu hefur sala Porsche bíla aukist, eða um 2,1%. Vöxturinn er hressilega mikið meiri á mörgum öðrum mörkuðum og er aukningin mest í Bandaríkjunum, 29,5%. Í Asíu, Afríku og í Miðausturlöndum er vöxturinn 25,2% og ef Kína er tekið sér er hann 20,0%. Salan í heimalandinu Þýskalandi var góð og jókst um 19,5% og er það til vitnis um góðan efnahag þar, þó það megi ekki segja um restina af álfunni. Af bílgerðum Porsche selst langmest af Cayenne jeppanum, eða 42,354 bílar og er það því meira en helmingur allrar sölu Porsche bíla á árinu. Porsche 911 bíllinn seldist í 15.834 eintökum og Boxter/Cayman 12.886, en þar var aukningin mest milli ára, sem er næstum þreföldun í sölu. Panamera fólksbíllinn með fjóru hurðirnar seldist í 10.491 eintökum, en þar má búast við mikilli aukningu í sölu á seinni helmingi ársins, með tilkomu nýrrar Plug-In-Hybrid gerðar hans í enda þessa mánaðar. Mjög stórar pantanir hafa þegar borist í þann bíl. Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent
Það eiga ekki allir bílaframleiðendur bágt þessa dagana og helst eru það þeir þýsku sem enga ástæðu hafa yfir að kvarta yfir sölunni. Einn þeirra er Porsche sem seldi 18% fleiri bíla á fyrri helmingi ársins samanborið við síðasta ár, eða 81.500 bíla. Meira að segja í Evrópu hefur sala Porsche bíla aukist, eða um 2,1%. Vöxturinn er hressilega mikið meiri á mörgum öðrum mörkuðum og er aukningin mest í Bandaríkjunum, 29,5%. Í Asíu, Afríku og í Miðausturlöndum er vöxturinn 25,2% og ef Kína er tekið sér er hann 20,0%. Salan í heimalandinu Þýskalandi var góð og jókst um 19,5% og er það til vitnis um góðan efnahag þar, þó það megi ekki segja um restina af álfunni. Af bílgerðum Porsche selst langmest af Cayenne jeppanum, eða 42,354 bílar og er það því meira en helmingur allrar sölu Porsche bíla á árinu. Porsche 911 bíllinn seldist í 15.834 eintökum og Boxter/Cayman 12.886, en þar var aukningin mest milli ára, sem er næstum þreföldun í sölu. Panamera fólksbíllinn með fjóru hurðirnar seldist í 10.491 eintökum, en þar má búast við mikilli aukningu í sölu á seinni helmingi ársins, með tilkomu nýrrar Plug-In-Hybrid gerðar hans í enda þessa mánaðar. Mjög stórar pantanir hafa þegar borist í þann bíl.
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent