Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2025 20:00 Erlendur Þorsteinsson segir að bregðast þurfi við auknum fjölda slysa þar sem ekið er á gangandi og hjólandi vegfarendur. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“ Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið hér á landi undanfarnar vikur, meðal annars á Suðurlandsbraut þar sem banaslys varð þegar ekið var á konu. Lögregla telur að konan hafi gengið yfir götuna á grænu gangbrautarljósi þegar keyrt var á hana. Þá hefur faðir á Kársnesi í Kópavogi áhyggjur af aksturslagi ökumanna og náði því á myndband þegar stærðarinnar rúta brunaði yfir þessa gangbraut á grænu gönguljósi. Nýjasta tilvikið var svo í Laugardal í gær þar sem strætisvagni var ekið á konu á reiðhjóli þar sem hún fór yfir gatnamótin á grænu gönguljósi. Dæmin fleiri Erlendur Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir nýleg dæmi þar sem ekið er á vegfarendur mun fleiri. „Og nú erum við komin út í það að það er verið að keyra á vegfarendur sem höfðu græn gönguljós og bílstjórarnir höfðu einhverskonar rautt. Mér finnst það þurfi að fara að taka samtal um það að bílar séu hættulegir, bílar séu vandmeðfarin tæki, góð tæki ef notuð rétt en núna þurfum við að fara að ræða ábyrgð bílstjóra um það hvernig þessi tæki eru notuð.“ Lögregla hefur biðlað til gangandi vegfarenda um að setja öryggið á oddinn, þeir séu gjarnan í of dökkum klæðnaði, noti ekki endurskinsmerki og noti of oft ekki gangbrautir. Erlendur segir sjálfsagt að ræða hegðun gangandi vegfarenda. „En í þessum seinustu atvikum er ekki hægt að benda á það sem orsökina. Núna þegar er hvað dimmast þá ættu rauð ljós að vera ákaflega áberandi og þá þarf að fara að ræða af hverju þau eru ekki virt.“ Nú þurfi að setjast niður Fjöldi slysa nú kalli á viðbrögð yfirvalda og vill Erlendur samtal við lögreglu og Samgöngustofu um bætta umferðarmenningu, þar sé að ýmsu að huga. „Það er ekki endilega að það sé ein ástæða heldur samverkandi ástæður og þess vegna er svo mikilvægt að skoða annað heldur en bara klæðnað vegfarenda, hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi slys.“ Þú vilt taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu um þetta? „Ég vil taka samtalið við lögreglu og Samgöngustofu og sveitarfélögin og veghaldara um þetta, fara virkilega að setjast niður: Hvað getum við gert til þess að koma okkur á réttan stað?“ Það er bara tímaspursmál hvenær verða fleiri slys? „Já, það er mjög sorglegt að segja þetta en það er ekki spurning um ef heldur hvenær verður næsta slys.“
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira