Takk, stelpur Atli Fannar Bjarkason skrifar 19. júlí 2013 16:15 Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. Karlmenn eru helsta ógn kvenna. Engin dýrategund er jafn líkleg til að lemja, nauðga og drepa konur. Að stelpa samþykki að fara út með strák er jafn galið, tölfræðilega, og ef sami strákur myndi skreppa til Alaska að klappa grábjörnum. Engin skepna hefur beitt jafn margar konur ofbeldi og karlinn. Ekki einu sinni hákarlinn. Og hann er með vígtennur. En hver er helsta ógn karla? Hjartasjúkdómar — eins og fyrrnefndur Louis bendir á. Semsagt; helsta ógnin slær í brjósti okkar. Við treystum á heilbrigt líferni þó erfðir hafi mest um málið að segja. Ef við hreyfum okkur, og borðum að jafnaði mat sem er ekki ógeðslegur, stóraukum við líkurnar á því að lifa þangað til við hættum að geta skeint okkur. Konur stýra hins vegar ekki örlögum sýnum jafn auðveldlega. Þeim er ráðlagt að fara á sjálfsvarnarnámskeið, að labba aldrei einar heim, að klæða sig svona en ekki hinsegin, að daðra ekki of mikið, að vera ekki of fullar og svo framvegis. Þrátt fyrir þetta er ekki að sjá að konur vantreysti karlmönnum, svona almennt. Þær eru enn til í að fara út, heim, í bjór og mat með gaurum sem þær þekkja ekki neitt — og sýna raunar ótrúlegt hugrekki með því. Hugrekki sem heimurinn reiðir sig á því forsendan fyrir framtíð mannkyns er sú að fólk haldi áfram að ríða þegar það vill ríða. Takk, stelpur. Fyrir hönd mannkyns. Takk fyrir að nenna þessu. Haldið áfram að berjast fyrir því að fá að vera eins og þið viljið vera, án þess að í því felist ábyrgð á gjörðum smámenna. Ef við hættum að halda kjafti um nauðganir og ofbeldi almennt þurfa dætur okkar, eða dætur þeirra, kannski ekki að troða lykli í lófa sér þegar þær asnast til að labba einar heim.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar