Körfubolti

Ísland tapaði með tólf stigum fyrir Kína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hlynur Bæringsson á vítalínunni í dag.
Hlynur Bæringsson á vítalínunni í dag. Mynd/ fésbókarsíða KKÍ
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Kína, 60-48,  á æfingamóti sem fram fer í Kína þessa dagana.

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikinn góður varnarleikur í leiknum og stóðu íslensku strákarnir sig vel á því sviði. Það vantaði töluvert uppá sóknarleikinn en staðan var 41-28 í hálfleik. Ísland skoraði því aðeins tuttugu stig í síðari hálfleiknum sem verður að teljast frekar dapurt.

Jakob Örn Sigurðarson var atkvæðamestur hjá Íslendingum og gerði 17 stig. Kínverjar eru samt sem áður með flott körfuboltalið og því er tólf stiga tap enginn heimsendir.

Tölfræðiupplýsingar af fésbókarsíðu KKÍ:

Stig: Jakob 17, Pavel 12, Hlynur 9, Hörður 6, Logi 2, Haukur 2. Tölfræði: 12/31 tveggja stiga skotum. 4/22 þriggja stiga skotum. 12/18 víti. 26 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×