Byrjum á slaginu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 23:27 Greinarhöfundur gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. mynd/getty „Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo! Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo!
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira