Metin falla á Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 11:06 Jay-Z kann vel við sig í efsta sætinu. mynd/getty Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“