GM selur fleiri bíla í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2013 12:30 Frá sýningarsal GM í Kína Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent
Það hefur loksins gerst sem margir biðu eftir, General Motors í Bandaríkjunum selur nú fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims en í heimalandinu. Munaði það heilum 200.000 bílum á fyrri helmingi þessa árs, en í Kína seldust 1,6 milljónir bíla en 1,4 í Bandaríkjunum. Sala GM jókst um 10,6% í Kína á fyrri helmingi ársins sem getur þó ekki talist mikil aukning í samanburði við þá aukningu í sölu sem Ford náði þar, eða 47%. General Motors hefur áætlanir um það að selja meira en 5 milljónir bíla í Kína við enda áratugarins. Ef það gengur eftir verður Kínamarkaður orðinn næstum helmingi stærri en heimamarkaðurinn í Bandaríkjunum.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent