Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:53 Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær. Stokkseyrarmálið Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira