Lítið hefur farið fyrir böndunum hér á landi undanfarið og ljóst er að mikil eftirvænting er eftir tónleikunum.
Báðar hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni á árinu og hafa verið iðnar við tónleikahald erlendis.
Sindri segir í samtali við fréttastofu að von sé á ljúfri kvöldstund. Sjálfur hlakki hann mikið til tónleikanna, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann spilar í Fríkirkjunni.
"Þetta verður mjög næs stemmari," segir Sindri.
Hér fyrir neðan má sjá tvö nýútgefin lög frá Sin Fang og Amiinu, What's Wrong With Your Eyes og Perth.