Körfubolti

Eftirlíking af meistarahring Kobe seldist á 21 milljón

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kobe Bryant
Kobe Bryant Mynd/AP
Foreldrar Kobe Bryant héldu uppboð þar sem boðið var upp á ýmsan varning tengt syni þeirra sem hefur leitt LA Lakers til fimm meistaratitla á ferli sínum. Kobe sem hefur leikið með Lakers allan sinn NBA feril hefur sankað að sér ýmsum varningi í gegn um tíðina.

Ætlunin var fyrst að selja hátt í hundrað minjagripi en þegar Kobe heyrði af því reyndi hann að fá lögbann á söluna. Deilan virtist vera á leið í dómssal en var leyst með samningi viku áður en málið var kveðið upp, þau máttu aðeins selja örfáa hluti af upphaflega magninu.

Hringur sem Kobe gaf faðir sínum, Joe Bryant fyrrverandi körfuboltaleikmanni og er nákvæm eftirlíking af fyrsta meistarhring Kobe sem hann vann árið 2000 var sleginn á rúmlega 174 þúsund dollara eða rúmlega 21 milljónir. Hringur Joe var í sömu stærð og hringur Kobe og var hann verðmætasti hluturinn sem sleginn var upp á uppboðinu. Móðir hans, Pam Bryant fékk einnig fyrir salti í grautinn en eftirlíkingar hringur hennar seldist á rúmlega 108 þúsund dollara.

Deilurnar eiga að hafa skapast vegna þess að foreldrarnir vilja byggja nýtt hús en Kobe vildi aðeins gefa þeim 250 þúsund dollara til verksins. Kobe verður launahæsti leikmaður deildarinnar á næsta ári með rúmlega 30 milljónir dollara auk þess að vera með fjöldan allra samninga við ýmis stórfyrirtæki.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×