Heimsmeistaramót íslenska hestsins í beinni á Stöð 2 Sport 30. júlí 2013 20:45 Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Sjá meira