Sport

Heimsmeistarinn langefstur í fimmgangi

Magnús Skúlason og Hraunar frá Efri-Rauðalæk
Magnús Skúlason og Hraunar frá Efri-Rauðalæk Mynd/Hestafréttir.is
Magnús Skúlason, ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi, hrifsaði til sín fyrsta sætið í forkeppni í fimmgangi á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín í dag en hann var síðastur í brautina og krækti sér í einkunn upp á 7,97.

Magnús og Hraunar frá Efri-Rauðalæk unnu fimmganginn á HM í Austurríki fyrir tveimur árum og voru því sigurstranglegir fyrir forkeppnina í dag. Þeir brugðust ekki væntingum mótsgesta og tryggðu sér efsta sætið með glæsibrag.

Ísland á fjóra af fimm keppendum í A-úrslitunum því auk Magnúsar komust þangað Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum (7,30), Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi I (7,30) og Eyjólfur Þorsteinsson á Krafti frá Efri-Þverá (7,13).

Fimmti keppandinn í A-úrslitum er hin danska Samantha Leidesdorff á Farsæl frá Hrafnsholt en hún var með aðra bestu einkunnina eða 7,33.

Það er hægt að sjá öll úrslitin í forkeppninni í fimmgangi með því að fara inn á Hestafréttir.is eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×