Brasilíumaðurinn Neymar opnaði markareikning sinn hjá Barcelona í dag þegar liðið vann 7-1 stórsigur á úrvalsliði frá Tælandi í vináttuleik í Bangkok. Lionel Messi skoraði tvö mörk í leiknum.
Barcelona keypti Neymar á 49 milljónir punda frá Santos í sumar en hann hafði ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum með Börsungum. Neymar kom inn á sem varamaður í báðum þeim leikjum.
Neymar fékk að byrja þennan leik og var búinn að koma Barcelona í 1-0 strax á 11. mínútu. Hann var í framlínunni ásamt þeim Lionel Messi og Pedro.
Pedro skoraði þrennu í leiknum, Messi var með tvö mörk og Sílemaðurinn Alexis Sanchez skoraði síðan sjöunda og síðasta markið.
Neymar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
