Brasilíumaðurinn Neymar opnaði markareikning sinn hjá Barcelona í dag þegar liðið vann 7-1 stórsigur á úrvalsliði frá Tælandi í vináttuleik í Bangkok. Lionel Messi skoraði tvö mörk í leiknum.
Barcelona keypti Neymar á 49 milljónir punda frá Santos í sumar en hann hafði ekki náð að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum með Börsungum. Neymar kom inn á sem varamaður í báðum þeim leikjum.
Neymar fékk að byrja þennan leik og var búinn að koma Barcelona í 1-0 strax á 11. mínútu. Hann var í framlínunni ásamt þeim Lionel Messi og Pedro.
Pedro skoraði þrennu í leiknum, Messi var með tvö mörk og Sílemaðurinn Alexis Sanchez skoraði síðan sjöunda og síðasta markið.
Neymar skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



