Sport

Ísland á tvo krakka í A-úrslitum í fjórgangi ungmenna

Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni
Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni Mynd/Hestafréttir.is
Gústaf Ásgeir Hinriksson á Björk frá Enni og Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni tryggðu sér bæði sæti í A-úrslit í fjórgangi ungmenna á HM íslenska hestsins í Berlín í dag.

Gústaf Ásgeir og Arna Ýr keppa því í úrslitum á fimmtudaginn en frammistaða þeirra í forkeppninni í dag var til mikillar fyrirmyndar. Gústaf Ásgeir varð í fjórða sæti en Arna Ýr í því fimmta.

Hin þýska Johanna Beuk á Merkur von Birkenlund er efst eftir forkeppnina en hún fékk  7,50 í einkunn og var með þó nokkra yfirburði. Daninn Thomas Vilain Rørvang á Yl frá Hvítanesi varð annar með einkunnina 7,33.

Ísland á tvo fulltrúa í A-úrslitunum en Þjóðverjar, Danir og Norðmenn eiga einn fulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×