Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt ræðu við Brandenburger-hliðið en það var Dorrit Moussaief sem stal heldur betur senunni þegar hún teymdi hestinn sem hún reið að þeim stað er ræðuhöldin fóru fram. Hún heillaði Klaus Wowereit, borgarstjóra Berlínar, upp úr skónum.

