Njarðvíkingar hafa fengið fínan liðsstyrk í Dominos deild karla í körfuknattleik en heimamaðurinn Egill Jónasson hefur skrifað undir hjá félaginu en vefsíðan karfan.is greinir frá þessu í dag.
Egill er gríðarlega hávaxinn og mun styrkja hópinn mikið en leikmaðurinn er 218 cm á hæð.
Leikmaðurinn er 29 ára en lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum og spurning hvort fjarveran hafi haft áhrif á getu hans sem körfuknattleiksmaður.
Egill Jónasson dregur fram skóna á ný | 218 cm á hæð
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
