Seinasta plata Nirvana endurútgefin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. ágúst 2013 14:54 Nirvana á Live and Loud-tónleikum MTV. Frá vinstri: Kurt Cobain, Dave Grohl og Krist Novoselic. mynd/getty Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Senn eru liðin 20 ár frá dauða Kurts Cobain, söngvara, gítarleikara og lagasmið hljómsveitarinnar Nirvana. Þann 8. apríl 1994 fannst hann látinn á heimili sínu í borginni Seattle og er talið að hann hafi fyrirfarið sér þremur dögum áður. Gruggarar um víða veröld syrgðu þennan vinsæla tónlistarmann og fljótlega fóru samsæriskenningar að skjóta upp kollinum. Það er viðbúið að andlátsins verði minnst með einhverjum hætti næsta vor, en nú þegar hefur verið tilkynnt um endurútgáfu plötunnar In Utero í haust. Platan var þriðja og síðasta hljóðversplata Nirvana og kom út 13. september 1993. Upptökustjórn var í höndum hávaðaseggsins Steve Albini og þótti hljómurinn heldur groddalegri en á stjarnfræðilega vinsælum forveranum, plötunni Nevermind. Hljómsveitinni fannst sem pönkaðar lagasmíðarnar hefðu slípast fullmikið í höndum upptökustjórans Butch Vig, en hann hafði dregið fram poppuðustu og melódískustu hliðar sveitarinnar fram á Nevermind. Hljómsveitarmeðlimir voru hins vegar tvístígandi eftir að upptökum lauk og á síðustu stundu voru nokkur lög endurhljóðblönduð og heildarhljómurinn mýktur örlítið, þrátt fyrir mótbárur Albinis. Hráleikinn var þó enn til staðar og gagnrýnendur voru yfir sig hrifnir af In Utero. Fjölmargir aðdáendur sveitarinnar telja plötuna þá bestu sem hún gaf út, og að á henni hafi Nirvana fullkomnað hljóm sinn. Afmælisútgáfan kemur út þann 24. september og inniheldur þrjá geisladiska og einn DVD-disk. Platan verður þar bæði í upprunalegri og í endurhljómjafnaðri útgáfu, ásamt endurhljóðblönduðum tilraunaupptökum (demóum) og hinum frægu en áður ófáanlegu Live and Loud-tónleikum MTV í heild sinni.Harmsaga söngvara Nirvana fylgdi In Utero eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin í október. Að því loknu fór sveitin til Evrópu en þurfti að aflýsa ferðalaginu í byrjun marsmánaðar 1994 eftir að Cobain tók of stóran skammt af Rohypnoli í Róm og lenti á spítala. Þann 18. mars kallaði eiginkona Cobains, Courtney Love, eftir aðstoð lögreglu á heimili þeirra hjóna. Cobain var í sjálfsvígshugleiðingum og hafði læst sig inni í herbergi með byssu. Hann samþykkti í kjölfarið að fara í meðferð, en lét sig hverfa af meðferðarheimilinu 1. apríl og spurðist ekkert til hans fyrr en hann fannst látinn á heimili sínu viku síðar.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira