Körfubolti

Hiti í Höllinni eftir leik | Myndir

Hannes Jónsson, formaður KKÍ, og Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, koma óánægju sinni til skila við ritaraborðið eftir leik í kvöld.
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, og Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, koma óánægju sinni til skila við ritaraborðið eftir leik í kvöld. mynd/daníel
Mönnum var heitt í hamsi eftir grátlegt tap Íslands gegn Búlgaríu í undankeppni EM í körfubolta í kvöld. Lítil ánægja var með störf dómaranna.

Leikmenn Íslands, þjálfari, forráðamenn KKÍ sem og körfuboltagoðsögnin Einar Bollason létu dómara leiksins og eftirlitsmenn heyra það eftir leikinn.

Dómararnir þóttu ekki eiga góðan leik og svo voru flestir á því að brotið hefði verið á Jóni Arnóri Stefánssyni í lokasókn Íslands. Ekkert var þó dæmt.

Það var erfitt að kyngja tapinu og menn létu tilfinningar sínar í ljós eins og sjá má á myndum Daníels Rúnarssonar hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×