Grillað með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:06 Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent
Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent