Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Stjarnan hefur unnið alla leiki sína í sumar og leikmenn liðsins fögnuðu sigrinum vel í leikslok í gær. Garðbæingar þurfa þó að bíða í þrjár vikur eftir því að lyfta bikarnum.
Stjarnan mætir grönnum sínum og nýkrýndum bikarmeisturum í Breiðabliki þann 16. september á Samsung-vellinum. Þá mun Ásgerður Stefanía Baldursdóttir veita bikarnum viðtöku.
Titillinn er sá þriðji á þremur árum hjá Stjörnunni. Liðið var meistari árið 2011, bikarmeistari í fyrra og nú er meistaratitillinn á leið aftur í verðlaunaskápinn í Garðabæ.
Umfjöllun og viðtöl frá leiknum í Garðabæ í gær má sjá hér.
Fá bikarinn afhentan gegn Blikum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn