Nýrri plötu Emilíönu Torrini lekið á netið
Elimar Hauksson skrifar
Nýrri plötu Emilíönu Torrini hefur verið lekið á netið en til stóð að platan kæmi út níunda september.
Platan sem ber nafnið Tookah, er níunda plata Emilíönu en hún hyggur á tónleikaferðaleg um Evrópu í nóvember.
Í júlí fór lagið Speed of dark í spilun en það lag er að finna á nýju plötunni.