Erlent

Morðingi James Bulger laus í annað sinn

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Foreldrar James Bulger síðasta vor eftir að hafa hlustað á upptöku af Jon Venables vegna ákvörðunar um reynslulausn hans.
Foreldrar James Bulger síðasta vor eftir að hafa hlustað á upptöku af Jon Venables vegna ákvörðunar um reynslulausn hans. mynd/afp

Jon Venables, morðingi breska drengsins James Bulger er laus úr fangelsi í annað skipti á ævi sinni. Hann hefur setið inni síðan árið 2010 eftir að barnaklám fannst í tölvunni hans. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Jon Venables drap hinn tveggja ára gamla James Bulger ásamt félaga sínum Robert Thompson árið 1993. Þeir félagar voru aðeins 10 ára þegar þegar námu James á brott mér sér úr verslun í Merseyside, þar sem James var með móður sinni, píndu hann og köstuðu honum svo fyrir lest. 

Jon Venables er 31 árs í dag. Móður James Bulger hefur verið tjáð að eitt af skilyrðum þess að Jon fái að ganga laus sé að hann megi ekki koma til Merseyside, þar sem morðið á James litla átti sér stað.

Móðir James hefur þó áhyggjur af því að það sé ekki fylgst nægilega vel með Jon, að minnsta kosti hafi hann fengið tækifæri síðast þegar hann var laus til þess að brjóta af sér, eins og kom í ljós þegar farið var í gegnum tölvuna hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×