Ástarævintýri rapparans Jay-Z og Brooklyn Nets er lokið. Rapparinn er þegar byrjaður að selja hlut sinn í félaginu og heimavelli félagsins, Barclays Center.
Jay-Z hefur stofnað umboðsmannafyrirtækið Roc Nation Sports og það fer ekki vel saman að vera umboðsmaður og að eiga hlut í félagi í NBA-deldinni.
Á mála hjá Jay-Z eru þegar komnir menn eins og Robinson Cano hjá Yankees, Victor Cruz hjá New York Giants og Kevin Durant leikmaður Oklahoma Thunder.
Jay-Z átti stóran þátt í Brooklyn-ævintýrinu en dregur sig nú er leik. Hann mun fá að lágmarki um 200 milljónir króna fyrir sinn hlut.
Jay-Z selur hlut sinn í Nets

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn