Fimm Íslendingar keppa í MMA í kvöld Kristjana Arnarsdóttir skrifar 14. september 2013 13:18 Bjarki Ómarsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Björn Diego Valencia mun öll keppa fyrir hönd Mjölnis á Euro Fight Night í Dublin. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20. MMA Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu en við reynum alltaf að taka þriggja mánaða undirbúning fyrir hverja keppni,“ segir Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis, sem staddur er í Dublin á Írlandi. Þar fer í kvöld fram svokallað Euro Fight Night og munu fimm Íslendingar keppa fyrir hönd Mjölnis í blönduðum bardagalistum eða MMA. Einn aðalþjálfari Mjölnis, John Kavanagh, stendur fyrir keppninni en allt í allt fara tólf bardagar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem Mjölnir sendir konu til keppni en Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun berjast við Amöndu English frá Írlandi í kvöld. Jón Viðar telur Sunnu eiga mjög góða möguleika gegn Amöndu. „Við erum mjög bjartsýn á þetta allt saman og hún á að eiga mjög góða möguleika. Sunna hefur barist nokkra bardaga, fimm kickbox muay thai bardaga í Tælandi og einn MMA bardaga og hún vann þá alla,“ segir Jón Viðar, og bætir við að fáir þoli högg frá Sunnu. Auk Sunnu munu þeir Bjarki Ómarsson, Diego Björn Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson berjast í kvöld. Hópurinn undirbýr sig nú af kappi fyrir kvöldið. „Við erum búin að vera hér úti í tvo, þrjá daga núna og reynum alltaf að borða saman og sofa vel. Svo förum við í höllina á eftir og þar fara allir í læknisskoðun og farið verður yfir reglurnar. Að lokum verða allar hendur vafnar og þá erum við til í slaginn.“ Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst útsending kl. 20.
MMA Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira