Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Sviss 0-2 Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvellinum skrifar 26. september 2013 15:42 Margrét Lára á ferðinni í kvöld. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið byrjar ekki vel undir stjórn Freys Alexanderssonar því liðið tapaði 0-2 á móti Sviss á Laugardalsvellinum í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar réðu ekkert við hápressu Sviss eða hina frábæru Ramonu Bachmann sem fór afar illa með íslensku varnarlínuna allan leikinn. Freyr færði leikmenn til í stöðum í byrjunarliðinu og hvort sem það var ástæðan eða einhver önnur þá náðu íslensku stelpurnar aldrei taktinum í þessum leik. Það er ljóst að svissneska liðið er gríðarlega sterkt og líklegt til afreka í þessum riðli en það eru vissulega mikil vonbrigði að íslensku stelprunar gátu ekki veitt þeim meiri keppni í þessum leik. Sviss vann fyrsta leikinn sinn 9-0 og fylgdi því eftir með góðum sigri í Laugardalnum. Liðið átti alltaf að geta skorað mörk en veikleikarnir áttu að liggja í varnarleiknum. Það reyndi bara aldrei almennilega á varnarlínu Svisslendinga því hápressan sá til þess að íslensku stelpurnar náðu aldrei að spila boltanum upp völlinn af einhverju viti. Ramona Bachmann, framherji Sviss, fór oft illa með íslenska liðið í fyrri hálfeikn með hraða sínum og leikni. Það var hún sem kom Sviss í 1-0 á 9. mínútu eftir að hafa skilið íslensku varnarmennina eftir í sporunum. Seinna í hálfleiknum fíflaði hún þrjá varnarmenn íslenska liðsins en skot hennar fór rétt framhjá. Íslenska liðið ógnaði aðeins í upphafi leiks án þess að ná alvöru skoti á markið og Katrín Jónsdóttir fékk einnig skallafæri eftir hornspyrnu en lengstum var íslenska liðið í tómum vandræðum með hápressu svissneska liðsins. Freyr Alexandersson gerði engar breytingar í hálfleik og svissneska liðið var áfram með öll völd á vellinum. Ramona Bachmann var búin að sprengja upp íslensku vörnina tvisvar sinnum þegar sprettur hennar riðlaði íslensku vörninni enn á ný. Það endaði með því að Glódís Perla varði boltann með hendi innan teigs og Sviss fékk vítaspyrnu. Lara Dickenmann skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Freyr kallaði þá á Fanndísi Friðriksdóttur, tók Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur útaf og færði Hallberu og Hólmfríði í sínar "venjulegu" stöður. Hólmfríður var fljót að leggja upp færi fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur og stuttu seinna fiskaði hún gult spjald á bakvörð svissneska liðsins. Hólmfríður fékk þó bara sjö mínútur í "sinni" stöðu því hún varð að fara meidd af velli á 64. mínútu þá komin á appelsínugult spjald. Ramona Bachmann átti eftir að stríða íslensku vörninni nokkrum sinnum til viðbótar en GUðbjörg Gunnarsdóttir varði nokkrum sinnum mjög auk þess að íslenska liðið hafði heppnina með sér. Lokatölurnar urðu því 0-2 en þetta hefði getað endað miklu verr í kvöld enda yfirburðir svissneska liðsins miklir. Glódís: Vorum stressaðar á boltanum„Þetta var bara svekkjandi, við ætluðum okkur að gera mun betur í dag og vinna þennan leik en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að leik loknum. „Leikskipulagið þeirra kom okkur ekki á óvart, við vissum að þær myndu pressa hátt með tvo leikmenn og við ætluðum að leysa það betur. Okkur gekk hinsvegar illa að ráða við þessa pressu, við vorum stressaðar á boltanum á þungum velli og pressan þeirra gekk vel,“ Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér færi og náðu varla að ógna marki gestanna í leiknum. „Þetta á ekki að vera svona, við eigum að geta brugðist betur við þessum aðstæðum. Við hefðum þurft að stíga upp fyrr og skora áður en þær skoruðu annað markið. Það var rosalega svekkjandi að fá það á sig, mér fannst þetta ekki vera víti.“ „Það voru jákvæðir punktar í leiknum hjá okkur, við förum núna inn í klefa og ræðum málin og reynum að bæta okkar leik fyrir næsta leik,“ sagði Glódís að lokum. Dóra: Við reynum að þrýsta á Katrínu„Við ætluðum okkur þrjú stig á heimavelli, við vissum að við værum að mæta góðu liði en voru betri en við bjuggumst við,“ sagði Dóra María Lárusdóttir eftir leikinn. „Þær voru með góða leikmenn í öllum stöðum svo þetta var erfitt. Við vorum undir í baráttunni og þrátt fyrir að koma vel undirbúnar náðum við ekki að pressa þær nægilega vel,“ Skipulag íslenska liðsins gekk illa í leiknum og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðsins. „Þótt völlurinn hafi verið okkur erfiður var hann ekki erfiður fyrir þær svo það þarf að skoða hvað fór úrskeiðis. Við náðum ekki að skapa okkur nóg af færum og misstum boltann of oft,“ Ramona Bachmann reyndist íslenska liðinu erfið, hún skoraði eitt mark og var sífellt ógnandi íslenska liðinu. „Við getum alveg unnið þetta lið en þær eru með gríðarlega öfluga framlínu og Ramona fór á kostum í dag,“ Katrín Jónsdóttir spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og kveður Dóra hana með söknuði. „Það eru forréttindi að fá að spila með henni, hún er gæðaleikmaður og frábær karakter og það verður erfitt að sjá á eftir henni. Það er leiðinlegt að seinustu tveir leikir hennar hafi verið tapleikir en svona er þetta. Við stelpurnar verðum að reyna að þrýsta á hana að halda áfram, maður sendir henni línu á Facebook,“ sagði Dóra létt í lokin.Dóra María í leiknum í kvöld.Úr leiknum í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára um Ramonu Bachmann: Hún hreyfir sig eins og strákur Svisslendingurinn Ramona Bachmann sýndi heldur betur snilli sína á Laugardalsvelli í kvöld þegar hún sprengdi upp íslensku vörnina hvað eftir annað og það var í raun ótrúlega að stórkostlegir sprettir hennar skiluði ekki fleiri mörkum. Sviss vann 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni HM og það er ljóst að með Bachmann í svona formi þá fer svissneska liðið langt. 26. september 2013 21:47 Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. 26. september 2013 21:39 Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. 26. september 2013 21:35 Margrét Lára: Þær voru miklu betri Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. 26. september 2013 21:30 Kveðjustund Katrínar | Myndir Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu. 26. september 2013 21:58 Anna María: Gekk illa að leysa pressuna Anna María Baldursdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún leysti erfitt verkefni ágætlega og náði að halda aftur af Önu Mariu Crnogorcevic. 26. september 2013 21:37 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið byrjar ekki vel undir stjórn Freys Alexanderssonar því liðið tapaði 0-2 á móti Sviss á Laugardalsvellinum í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2015. Íslensku stelpurnar réðu ekkert við hápressu Sviss eða hina frábæru Ramonu Bachmann sem fór afar illa með íslensku varnarlínuna allan leikinn. Freyr færði leikmenn til í stöðum í byrjunarliðinu og hvort sem það var ástæðan eða einhver önnur þá náðu íslensku stelpurnar aldrei taktinum í þessum leik. Það er ljóst að svissneska liðið er gríðarlega sterkt og líklegt til afreka í þessum riðli en það eru vissulega mikil vonbrigði að íslensku stelprunar gátu ekki veitt þeim meiri keppni í þessum leik. Sviss vann fyrsta leikinn sinn 9-0 og fylgdi því eftir með góðum sigri í Laugardalnum. Liðið átti alltaf að geta skorað mörk en veikleikarnir áttu að liggja í varnarleiknum. Það reyndi bara aldrei almennilega á varnarlínu Svisslendinga því hápressan sá til þess að íslensku stelpurnar náðu aldrei að spila boltanum upp völlinn af einhverju viti. Ramona Bachmann, framherji Sviss, fór oft illa með íslenska liðið í fyrri hálfeikn með hraða sínum og leikni. Það var hún sem kom Sviss í 1-0 á 9. mínútu eftir að hafa skilið íslensku varnarmennina eftir í sporunum. Seinna í hálfleiknum fíflaði hún þrjá varnarmenn íslenska liðsins en skot hennar fór rétt framhjá. Íslenska liðið ógnaði aðeins í upphafi leiks án þess að ná alvöru skoti á markið og Katrín Jónsdóttir fékk einnig skallafæri eftir hornspyrnu en lengstum var íslenska liðið í tómum vandræðum með hápressu svissneska liðsins. Freyr Alexandersson gerði engar breytingar í hálfleik og svissneska liðið var áfram með öll völd á vellinum. Ramona Bachmann var búin að sprengja upp íslensku vörnina tvisvar sinnum þegar sprettur hennar riðlaði íslensku vörninni enn á ný. Það endaði með því að Glódís Perla varði boltann með hendi innan teigs og Sviss fékk vítaspyrnu. Lara Dickenmann skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Freyr kallaði þá á Fanndísi Friðriksdóttur, tók Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur útaf og færði Hallberu og Hólmfríði í sínar "venjulegu" stöður. Hólmfríður var fljót að leggja upp færi fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur og stuttu seinna fiskaði hún gult spjald á bakvörð svissneska liðsins. Hólmfríður fékk þó bara sjö mínútur í "sinni" stöðu því hún varð að fara meidd af velli á 64. mínútu þá komin á appelsínugult spjald. Ramona Bachmann átti eftir að stríða íslensku vörninni nokkrum sinnum til viðbótar en GUðbjörg Gunnarsdóttir varði nokkrum sinnum mjög auk þess að íslenska liðið hafði heppnina með sér. Lokatölurnar urðu því 0-2 en þetta hefði getað endað miklu verr í kvöld enda yfirburðir svissneska liðsins miklir. Glódís: Vorum stressaðar á boltanum„Þetta var bara svekkjandi, við ætluðum okkur að gera mun betur í dag og vinna þennan leik en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að leik loknum. „Leikskipulagið þeirra kom okkur ekki á óvart, við vissum að þær myndu pressa hátt með tvo leikmenn og við ætluðum að leysa það betur. Okkur gekk hinsvegar illa að ráða við þessa pressu, við vorum stressaðar á boltanum á þungum velli og pressan þeirra gekk vel,“ Íslenska liðinu gekk illa að skapa sér færi og náðu varla að ógna marki gestanna í leiknum. „Þetta á ekki að vera svona, við eigum að geta brugðist betur við þessum aðstæðum. Við hefðum þurft að stíga upp fyrr og skora áður en þær skoruðu annað markið. Það var rosalega svekkjandi að fá það á sig, mér fannst þetta ekki vera víti.“ „Það voru jákvæðir punktar í leiknum hjá okkur, við förum núna inn í klefa og ræðum málin og reynum að bæta okkar leik fyrir næsta leik,“ sagði Glódís að lokum. Dóra: Við reynum að þrýsta á Katrínu„Við ætluðum okkur þrjú stig á heimavelli, við vissum að við værum að mæta góðu liði en voru betri en við bjuggumst við,“ sagði Dóra María Lárusdóttir eftir leikinn. „Þær voru með góða leikmenn í öllum stöðum svo þetta var erfitt. Við vorum undir í baráttunni og þrátt fyrir að koma vel undirbúnar náðum við ekki að pressa þær nægilega vel,“ Skipulag íslenska liðsins gekk illa í leiknum og var fátt um fína drætti í sóknarleik liðsins. „Þótt völlurinn hafi verið okkur erfiður var hann ekki erfiður fyrir þær svo það þarf að skoða hvað fór úrskeiðis. Við náðum ekki að skapa okkur nóg af færum og misstum boltann of oft,“ Ramona Bachmann reyndist íslenska liðinu erfið, hún skoraði eitt mark og var sífellt ógnandi íslenska liðinu. „Við getum alveg unnið þetta lið en þær eru með gríðarlega öfluga framlínu og Ramona fór á kostum í dag,“ Katrín Jónsdóttir spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og kveður Dóra hana með söknuði. „Það eru forréttindi að fá að spila með henni, hún er gæðaleikmaður og frábær karakter og það verður erfitt að sjá á eftir henni. Það er leiðinlegt að seinustu tveir leikir hennar hafi verið tapleikir en svona er þetta. Við stelpurnar verðum að reyna að þrýsta á hana að halda áfram, maður sendir henni línu á Facebook,“ sagði Dóra létt í lokin.Dóra María í leiknum í kvöld.Úr leiknum í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára um Ramonu Bachmann: Hún hreyfir sig eins og strákur Svisslendingurinn Ramona Bachmann sýndi heldur betur snilli sína á Laugardalsvelli í kvöld þegar hún sprengdi upp íslensku vörnina hvað eftir annað og það var í raun ótrúlega að stórkostlegir sprettir hennar skiluði ekki fleiri mörkum. Sviss vann 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni HM og það er ljóst að með Bachmann í svona formi þá fer svissneska liðið langt. 26. september 2013 21:47 Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. 26. september 2013 21:39 Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. 26. september 2013 21:35 Margrét Lára: Þær voru miklu betri Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. 26. september 2013 21:30 Kveðjustund Katrínar | Myndir Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu. 26. september 2013 21:58 Anna María: Gekk illa að leysa pressuna Anna María Baldursdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún leysti erfitt verkefni ágætlega og náði að halda aftur af Önu Mariu Crnogorcevic. 26. september 2013 21:37 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Margrét Lára um Ramonu Bachmann: Hún hreyfir sig eins og strákur Svisslendingurinn Ramona Bachmann sýndi heldur betur snilli sína á Laugardalsvelli í kvöld þegar hún sprengdi upp íslensku vörnina hvað eftir annað og það var í raun ótrúlega að stórkostlegir sprettir hennar skiluði ekki fleiri mörkum. Sviss vann 2-0 sigur á Íslandi í undankeppni HM og það er ljóst að með Bachmann í svona formi þá fer svissneska liðið langt. 26. september 2013 21:47
Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. 26. september 2013 21:39
Katrín Jónsdóttir: Verðskuldaður sigur Eftir 19 ára landsliðsferil spilaði Katrín Jónsdóttir að öllum líkindum sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli í gær. Katrín átti fínan leik í miðri vörninni en náði ekki að koma í veg fyrir tap. 26. september 2013 21:35
Margrét Lára: Þær voru miklu betri Margrét Lára Viðarsdóttir fékk úr litlu að moða í 0-2 tapi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á móti Sviss í undankeppni HM 2015 í kvöld. Íslenska liðið átti lengstum í miklum vandræðum og gat þakkað fyrir að tapa ekki stærra. 26. september 2013 21:30
Kveðjustund Katrínar | Myndir Glæstum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttir lauk á Laugardalsvelli í kvöld. Þá spilaði hún landsleik númer 133. Enginn Íslendingur hefur spilað fleiri A-landsleiki í knattspyrnu. 26. september 2013 21:58
Anna María: Gekk illa að leysa pressuna Anna María Baldursdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hún leysti erfitt verkefni ágætlega og náði að halda aftur af Önu Mariu Crnogorcevic. 26. september 2013 21:37