Ólafur Björn: Það er mjög erfitt að kyngja þessu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2013 19:02 Ólafur Björn Loftsson. Mynd/Pjetur Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“ Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var aðeins tveimur höggum frá því að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrri Evrópumótaröðina í golfi. Lokahringurinn í Frakklandi var leikinn í dag. Ólafur Björn lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari sem skilaði honum í 30. sæti. Efstu 27 kylfingarnir komust áfram og Ólafur því hársbreidd, eða tveimur höggum, frá þátttöku á næsta stigi. Ólafur segist á Fésbókarsíðu sinni hafa gengið í gegnum mótlæti undanfarnar vikur en það dragi þó ekki úr honum kraftinn. Hann hafi mikla trú á sjálfum sér og veit að hann mun koma sterkari til baka þrátt fyrir mótlætið. Færslu Ólafs Björns í heild sinni má sjá hér að neðan. Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.„Ég komst því miður ekki áfram á næsta stig eftir að spila lokahringinn á 74 (+3) höggum. 27 kylfingar fóru áfram en ég endaði jafn í 30. sæti, tveimur höggum frá takmarkinu. Það er mjög erfitt að kyngja þessu en þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Ég gerði fá mistök, hitti nánast allar brautirnar og óð í góðum fuglafærum allan hringinn. Ég hitti til að mynda 10 flatir í röð en náði bara ekki að brjóta ísinn. Ég átti mörg góð pútt en ofan í vildi boltinn ekki. Ég varð fyrir því óláni að tapa tveimur höggum snemma á hringnum þegar ég týndi bolta eftir að ég sló innáhöggi mínu í tré þar sem boltinn festist líklega. En ég gerði margt gott í dag, barðist fram á síðustu holu og ég sé ekki eftir neinu.Ég hef gengið í gegnum smá mótlæti undanfarnar vikur en ég læt þetta ekki draga úr mér kraftinn. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og ég veit að ég kem mun sterkari til baka. Þarf að hrista þessi vonbrigði fljótt af mér og vinna stíft að því að bæta minn leik.Ég vil þakka öllum mínum styrktar- og stuðningsaðilum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæran stuðning.“
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira