Í bréfinu segir O‘Connor meðal annars að það hryggi sig að sjá að Cyrus rýri trúverðugleika sinn og hæfileika með því að vera nakin og sleikja sleggju. O‘Connor vísar þar í nýjasta tónlistarmyndband poppstjörnunnar ungu, Wrecking Ball, sem vakið hefur mikið umtal um allan heim.
Finnst mörgum nóg um kynferðislega tilburði poppstjörnunnar í myndbandinu.
O‘Connor segist jafnframt hafa áhyggjur af Miley og vill miðla af áratugareynslu sinni í bransanum, til þess að hjálpa henni á rétta braut.
Miley gaf ekki mikið út á tilraunir O'Connors til að rétta fram hjálparhönd, heldur fór á samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún vakti athygli á gömlum færslum frá Sinead O'Connor, en sú hefur glímt við geðhvarfasýki um langt skeið.

Þar segir O'Connor Miley meðal annars haga sér eins og vændiskonu og kalla það femínisma.