Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2013 19:00 Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira