Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.
Markið hans Gylfa kom á 76. mínútu leiksins en hann skoraði þá með skalla af mjög stuttu færi. Einhverjir voru að velta því fyrir sér hvort mark Gylfa hefði verið hans eigið eða hvort ætti að skrá það sem sjálfsmark.
„Nei, nei, þetta er mitt mark, boltinn er á leiðinni inn. Þetta var ekki mitt fallegasta mark, ég fékk boltann í hausinn og sem betur fer lét Kolli hann fara, hann var að koma úr rangstöðunni. Hann var góður við mig og lét hann fara inn," sagði Gylfi í samtali við íslenska blaðamenn eftir leikinn.
Gylfi var fyrir leikinn í gær búinn að spila sjö A-landsleiki á Laugardalsvellinum án þess að ná að skora og hann hafi heldur ekki skorað í eina 21 árs leiknum sem hann lék á Þjóðarleikvanginum.
Gylfi var því alls búinn að spila í 766 mínútur á Laugardalsvellinum í landsliðstreyjunni þegar hann kom boltanum inn fyrir línuna í Kýpurleiknum.
Mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir íslenska A-landsliðið
1) 7. október 2011 í Porto í Portúgal - skoraði í 3-5 tapi á móti Portúgal
2) 12. október 2012 í Tirana í Albaníu - skoraði í 2-1 sigri á Albaníu
3 og 4) 22. mars 2013 í Ljubljana í Slóveníu - skoraði 2 mörk í 2-1 sigri á Slóveníu
5) 11. október 2013 á Laugardalsvellinum - skoraði í 2-0 sigri á Kýpur
766 mínútna bið Gylfa á enda
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
