Bjarki hlaut Bókmennaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 10. október 2013 16:58 Bjarki Karlsson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina Árleysi Alda. Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bjarki Karlsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2013 fyrir ljóðahandritið Árleysi Alda. Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, veitti verðlaunin við athöfn í Höfða sem nema 600 þúsund krónum og árituðu viðurkenningarskjali frá borgarstjóra. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Uppheima. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Verðlaunahandritið árið 2013 er óvenju vel heppnuð blanda af húmor, fornum bragarháttum og samfélagsádeilu. Handritið snýst í rauninni í kringum leik með gamla bragarhætti og tilfinningin er sú að hin mikla þekking sem höfundur hefur á þeim hafi knúið hann til að nota þá – og ekki síst miðla þeim til yngri eyrna; hann tekur sér stöðu eins og hirðskáld eða höfuðskáld til forna og yrkir um samtíma sinn á fjölbreytilegan hátt. Það er allan tímann skýrt að höfundur hefur framúrskarandi vald á bragarháttunum og hefur náð að flétta það vald saman við skarpa samfélagsádeilu og slynga orðaleiki sem gefa handritinu öllu einstakt gildi og dýpt. Aukinheldur á sér stað í handritinu lífleg endurvinnsla á menningararfinum og endurvinnsla á hugmyndum okkar um þjóðskáldin og yrkisefni þeirra. Hér er ort af mikilli íþrótt, metnaði og einurð, en þó er leikurinn með tungumálið, kenningar og arfinn alltaf svo mikill að unun er að lesa.“ Bjarki Karlsson er doktorsnemi í íslenskri málfræði og bragfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkir rannsóknina Bundið mál á vestur-norrænu málsvæði á síðari öldum og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum veitir honum vinnuaðstöðu. Bjarki lauk M.A. gráðu í íslenskum fræðum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands 2007 og B.A. gráðu í íslensku og almennum málvísindum við HÍ 2005. Árið 1987 varð hann kerfisfræðingur frá Niels Brock-skólanum í Kaupmannahöfn. Bjarki er formaður Óðfræðifélagsins Boðnar, situr í stjórn Ásatrúarfélagsins og í stjórn Málvísindastofnunar Háskóla Íslands. Bjarki hlaut vefverðlaun ÍMARKs og Vefsýnar fyrir besta einstaklingsvefurinn árið 2002. Á vefnum voru helstu fréttir hvers dags endurskrifaðar í bundnu máli og endurtúlkaðar frjálslega. Alls bárust 46 handrit að þessu sinni. Í dómefnd sátu Sigurbjörg Þrastardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira