Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 85-88 | Gunnar með sigurkörfuna Árni Jóhannsson í Njarðvík skrifar 28. október 2013 18:30 Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru áfram ósigraðir í Dominos-deild karla í körfubolta eftir þriggja stiga útisigur á erkifjendum sínum í Njarðvík, 88-85, í mögnuðum nágrannaslag í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið fyrstu þrjá leikhlutana en Keflavíkurliðið lokaði vörninni í fjórða leikhlutanum þar sem liðið náði þrettán stiga forskoti, 85-72. Njarðvíkingum tókst hinsvegar að jafna metin með ótrúlegum 13-0 spretti og það stefndi allt í framlengingu. Gunnar Ólafsson var hinsvegar ekki sammála því og tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík með þriggja stiga körfu 0,6 sekúndum fyrir leikslok. Michael Craion frá frábær hjá Keflavík með 24 stig og Guðmundur Jónsson var með 17 stig. Gunnar Ólafsson skoraði 11 stig. Logi Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már Friðriksson var með 17 stig. Njarðvíkingar settu á svið mikla skotnýtingu framan af leik með Loga Gunnarsson í fararbroddi en Njarðvíkingurinn í Keflavíkurliðinu, Guðmundur Jónsson, hóf leikinn á því setja niður tvo þrista á fyrstu mínútu leiksins. Njarðvík var 32-24 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með fimm stiga forskot í hálfleik, 53-48. Logi Gunnarsson skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þar af fjórtán þeirra í fyrsta leikhlutanum. Njarðvík náði mest níu stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Keflavík komst yfir í 65-67 þegar rúm mínúta var eftir af honum. Heimamenn skoruðu fimm síðustu stig fjórðungsins og voru 70-67 fyrir lokaleikhlutann eftir laglega flautukörfu frá Elvari Má Friðrikssyni. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann af krafti, lokuðu vörninni og voru komnir ellefu stigum yfir, 83-72, eftir rúmar fimm mínútur. Keflvíkingar virtust vera komnir með blóðið á tennurnar og ætla að klára sigurinn en Njarðvíkurliðið gafst ekki upp. Njarðvíkurliðið skoraði þrettán stig í röð og Ágúst Orrason jafnaði metin í 85-85 með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Það stefndi allt í framlengingu þegar Gunnar skoraði sigurkörfuna.Njarðvík-Keflavík 85-88 (32-24, 21-24, 17-19, 15-21)Njarðvík: Logi Gunnarsson 22/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/12 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Nigel Moore 13/16 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Egill Jónasson 2/6 fráköst/4 varin skot.Keflavík: Michael Craion 24/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 17, Darrel Keith Lewis 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 7/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Andy Johnston: Mínir menn svöruðu kallinu í seinni hálfleik„Þetta var frábær leikur. Njarðvík er með mjög gott lið og spiluðu af hörku og keyrðu sóknirnar sínar vel. Þetta hefði getað endað hvoru megin í kvöld.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Andy Johnston, þjálfara Keflavíkur, eftir háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Andy var spurður um hvað hann hafi sagt við leikmenn sína í hálfleik en Keflavík átti mjög góðann þriðja leikhluta og svo byrjun á fjórða leikhluta. „Í upphafi leiktíðar höfum við verið að halda liðum í 65 stigum í leik sem er að ég held það besta í deildinni og Njarðvík er að skora 106 stig í leik. Þeir voru komnir í 53 stig í hálfleik og það er hálf leið upp í 106. Við vorum hinsvegar komnir í 48 og ég sagði að ef við spiluðum vörnina sem við þurftum þá myndum við vinna. Við vorum ekki að spila vörnina okkar í fyrri hálfleik.“ „Njarðvík var skrefi á undan okkur í byrjun leiks og við spiluðum ekki af nógu mikilli hörku í byrjun. Mínir menn svöruðu síðan kallinu í seinni hálfleik og léku af eðlilegri getu og sýndu hvað í þeim býr. Við héldum þeim í 32 stigum í seinni hálfleik og það er nærri okkar getu“, sagði Andy og bætti við að hann vonaði að leikurinn myndi efla sjálfstraust sinna manna en tók fram að hann sá fullt af hlutum sem þurfti að vinna í. Þetta var fyrsti grannaslagurinn hjá Andy og var hann spurður út í það hvernig honum leist á stemmninguna en hún var mjög góð. „Það var frábær stemmning, þetta var æðislegt. Þetta verður ekki mikið betra en þetta. Maður vill frekar hafa lítið íþróttahús og hafa það kjaftfullt heldur en að hafa 10 þúsund manna höll og hafa bara 3000 manns í húsinu.“ Einar Árni Jóhannsson: Festumst fyrir aftan þriggja stiga línunaEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum brúnaþungur strax eftir leik en lið hans tapaði á minnsta mun á móti grönnum sínum í Keflavík. Hann var spurður hvað Njarðvík hefði getað gert betur í leiknum: „Það eru kannski tveir lykil þættir svona strax eftir leik. Við hefðum getað spilað betri vörn, alveg klárlega og jafnvægið var ekki rétt í sóknarleiknum. Við festumst fyrir aftan þriggja stiga línuna og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við hittum náttúrulega mjög vel í fyrri hálfleik en áttum síðan í vandræðum fyrir utan línuna í seinni hálfleik. Við klórum okkur í einhver 32 stig í seinni hálfleik sem er ekki mikið í þetta hröðum leik.“ Einar var spurður hvort svona endir á leik myndi skaða sjálfstraust leikmanna Njarðvíkur. „Nei nei, við vorum að mæta liðinu sem allir eru að tala um og öllum finnst svo æðislegir. Þeir voru góðir hérna í kvöld og mér fannst við vera mjög góðir á löngum köflum en náðum ekki að klára þetta. Þeir stigu upp og náðu góðum spretti í seinni hálfleik sem reyndist erfitt að brúa. Það sem er kannski súrast við þetta er, að eins ólíklega og þetta leit út fyrir að vera þá komum við til baka og jöfnuðum leikinn. Kredit samt á Gunna Óla. sem setti stórt skot, nærrum því fyrir aftan endalínu sem datt og sigurinn datt þeirra megin núna.“ Gunnar Ólafsson: Aðeins einn möguleiki og það var að setja skotið niðurHetja Keflvíkinga Gunnar Ólafsson átti erfitt með að koma orðum að hlutunum þegar hann var spurður hvað færi í gegnum hausinn á síðustu andartökum leiksins og skotið er látið ríða af. „Það fór í raun og veru ekkert í gegnum hausinn, það var bara einn möguleiki og það var að setja skotið niður. Vöðvaminnið tekur í raun við, ég var ekki búinn að hitta vel í leiknum en ég gleymdi því bara og skaut í lokin.“ Hann taldi að þessi leikur myndi gefa Keflavík góðan meðbyr í næstu leiki. „Við erum búnir að vera að vinna hina leikina nokkuð létt, þetta er þannig lagað fyrsti alvöru leikurinn og að fá sigur út úr honum bætir sjálfstraustið alveg klárlega“, og bætti við um stemmninguna „Ég hef aldrei upplifað svona stemmningu, þetta var geðveikt. Algjör snilld.“ Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og má sjá gang mála í leiknum hér fyrir neðan.4. leikhluti | 85-88: Leiknum lýkur og það gjörsamlega tryllist allt Keflavíkur megin. Þvílíkur leikur. Ég vona að fólk hafi verið að horfa á þetta í sjónvarpinu. Frábær leikur.4. leikhluti | 85-88: Gunnar Ólafsson með SVAKALEGA körfu þegar 0,6 sekúndur eru eftir. Njarðvík tekur leikhlé. Þetta er rosalegur leikur.4. leikhluti | 85-85: Heimamenn búnir að éta upp 13 stiga forskot Keflvíkinga. Alvöru leikur.4. leikhluti | 85-85: Michael Craion misnotar tvö víti og Njarðvíkingar leggja af stað í sókn. Þeir náðu að JAFNA þegar 5 sek eru eftir. Rosalegt. Leikhlé.4. leikhluti | 82-85: Keflvíkingar að spila skynsamlega í sókninni og láta skotklukkuna líða en ná ekki að skora. Logi Gunnarsson með risa þrist og það er 3 stiga munur. 40 sek eftir.4. leikhluti | 78-85: Njarðvíkingar náðu að stela boltanum og skora. Náðu síðan sóknarfrákasti og skora í næstu sókn og villa þar að auki. Við það lauk Valur Orri Valsson leik með fimm villur og 12 stig. Leikhlé, 1:46 eftir.4. leikhluti | 74-85: Njarðvíkingar eru ekki að ná að skora þessa stundina eins og þeir væru til í að gera. Leikhlé þegar 2:36 eru eftir. Það er heitt í Ljónagryfjunni og nóg eftir.4. leikhluti | 72-85: Guðmundur Jónsson hefur lokið leik í kvöld með fimm villur, hann skilaði hinsvegar 17 stigum. 3:34 eftir.4. leikhluti | 72-83: Keflvíkingar voru á 0-11 spretti áður en Elvar Már Friðriksson náði að svara fyrir heimamenn. Michael Craion skoraði síðan körfu og nýtti víti sem hann fékk í kjölfarið. Keflavík náði síðan boltanum aftur og skoraði. Njarðvík tekur leikhlé. 4:34 eftir.4. leikhluti | 70-76: Lítið skorað þessar mínútur enda baráttan mikil og taugarnar þandar hjá leikmönnum. 5:33 eftir.4. leikhluti | 70-76: Valur nýtti bæði vítin. Mesti munur fyrir Keflavík síðan á upphafsmínútunum.4. leikhluti | 70-74: Valur Orri Valsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina og kom þeim yfir. Darryl Lewis bætti síðan við tveimur stigum í viðbót og munurinn orðinn fjögur stig. Valur stal síðan boltanum og Nigel Moore sá sig tilneyddan til að rífa í hann og fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Leikhlé tekið af heimamönnum. 7:35 eftir.4. leikhluti | 70-69: Lokafjórðungurinn er hafinn og Hjörtur Einarsson er kominn með þrjár villur fyrir Njarðvík. Nigel Moore stal síðan boltanum fyrir heimamenn en Keflavík náði honum aftur. Guðmundur Jónsson brunaði fram og lagði boltann ofan í og fékk villu að auki. Hann nýtti síðan ekki vítið. 9:11 eftir.3. leikhluti | 70-67: Heimamenn skoruðu fimm síðustu stig fjórðungsins og sveifluðu leiknum aftur sér í vil. Elvar Már Friðriksson skoraði flautukörfu fyrir heimamenn. Einn fjórðungur eftir og það getur allt gerst.3. leikhluti | 65-67: Keflvíkingar komnir yfir, Darryl Lewis kom þeim tveimur stigum yfir. 1:10 eftir.3. leikhluti | 65-64: Eins stigs munur þegar 1:35 eru eftir af fjórðungnum. Svona viljum við hafa þetta.3. leikhluti | 65-61: Friðrik Stefánsson nýtti tvö víti en Craion svara um hæl. Liðin skiptast á að skora þessa stundina. 2:31 eftir.3. leikhluti | 63-55: Gunnar Ólafsson, Keflavík skorar þriggja stiga körfu en Hjörtur Einarsson svara fyrir þá grænu. Það eru mikil læti í húsinu enda leikurinn mikil skemmtun. 3:45 eftir.3. leikhluti | 61-52: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:53 eru eftir. Heimamönnum gengur betur þessa stundina, munurinn orðinn níu stig.3. leikhluti | 61-52: Önnur óíþróttamannsleg villa komin í hús og var það Arnar Freyr Jónsson sem náði sér í hana. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 60-52: Friðrik Stefánsson getur ennþá troðið en tæpt var það. Rétt áður virtist Njarðvíkingur taka boltann af hringnum en dómararnir veifuðu því í burtu. 5:41 eftir.3. leikhluti | 58-52: Lítið skorað fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Michael Craion er kominn með þrjár villur hjá Keflavík. Það eru slæm tíðindi. 6:20 eftir.3. leikhluti | 55-52: Darryl Lewis er að taka við sér fyrir gestina en hann er búinn að skora fjögur fyrstu stigin fyrir þá. Egill Jónasson kom sér á blað fyrir heimamenn. 8:25 eftir.3. leikhluti | 53-50: Seinni hálfleikur er hafinn og Michael Craion byrjaði á því að fara á línuna til að misnota tvö víti. Keflavík náði samt boltanum aftur og Lewis skoraði fyrstu stigin. 9:35 eftir.2. leikhluti | 53-48: Það sem hefur einkennt þennan leik fyrir utan baráttuna, þá er það góð þriggja stiga nýting liðana. Leikhlutanum er lokið og heimamenn ganga til búningsherbergja með fimm stiga forystu.2. leikhluti | 50-44: Elvar Már Friðriksson nær í villu fyrir Njarðvík en hlaut slæma byltu að launum. Blessunarlega var hann snöggur á lappir. Hann nýtti bæði vítin. 1:50 eftir.2. leikhluti | 46-44: Friðrik Stefánsson, Njarðvík, þarf að tylla sér á tréverkið kominn með þrjár villur. 2:33 eftir2. leikhluti | 43-38: Arnar Freyr Jónsson minnkaði muninn niður í tvö stig fyrir Keflavík en Nigel Moore var ekki lengi að svar fyrir Njarðvík með þrist. 4:00 eftir.2. leikhluti | 40-35: Leikhlé tekið þegar 5:10 eru eftir. Keflvíkingar náðu að ég held fimm sóknarfráköstum í seinustu sókn sinni en náðu ekki að skila boltanum í körfuna. Staðan 8-11 í leikhlutanum.2. leikhluti | 38-35: Michael Craion og Valur Orri sýndu þarna gott pick og roll, Craion lagði boltann ofan í og náði í villu að auki. Hann nýtti vítaskotið. 6:28 eftir.2. leikhluti | 38-32: Fínn kafli hjá gestunum núna, munurinn er í 5 stigum en þriggja stiga nýing liðanna er ógurleg. 7:30 eftir.2. leikhluti | 35-24: Þriggja stiga skotsýningin heldur áfram en Nigel Moore og Þröstur Jóhannsson með sitthvoran þristinn. 9:24 eftir.1. leikhluti | 32-24: Leikhlutanum er lokið og Njarðvíkingar eru með 8 stiga forystu og eru vel að henni komnir. Hittu vel í sókninni og spiluðu góða vörn í lok leikhlutans þar sem þeir neyddur gestina í erfið skot. Guðmundur Jónss. með 10 stig fyrir Keflavík og Logi Gunnarsson með 14 stig fyrir Keflavík.1. leikhluti | 32-21: Logi með enn eina þriggja stiga körfuna og nú af Njarðvíkur merkinu. 45 sek eftir.1. leikhluti | 29-21: 1:15 eftir og Njarðvíkingar eru komnir með mestu forystu leiksins. Logi Gunnarsson komin með 11 stig.1. leikhluti | 27-21: Það er búið að vera þriggja stiga skotsýning undanfarna mínútu. Logi Gunnarsson kom heimamönnum í sex stiga forystu aftur og Keflavík tekur leikhlé. 1:55 eftir.1. leikhluti | 24-21: Ágúst Orri kemur heimamönnum í 6 stiga forystu með þrist í andlitið á Þresti. Guðmundur Jónsson kvittar hinsvegar fyrir félaga sinn. 2:30 eftir.1. leikhluti | 19-15: Logi Gunnarsson er búinn að skora átta síðustu stig leiksins. 4:20 eftir.1. leikhluti | 14-15: Logi Gunnarsson kemur sér á blað. Þriggja stiga karfa. 5:40 eftir.1. leikhluti | 11-13: Fyrsta óíþróttamannslega villan komin í hús og það var Friðrik Stefánsson, Njarðvík sem fékk hana. Valur Orri neglir síðan niður þrist. 6:50 eftir.1. leikhluti | 11-9: Það mátti búast við þessu mjótt á munum og harðar villur. Elvar Már Friðriks. að setja niður körfu og fá villu þar að auki. Hann nýtti vítaskotið. 7:19 eftir.1. leikhluti | 6-8: Arnar Freyr Jónsson leikstjórnandi Keflavíkur var ekki lengi að ná sér í tvær villur og þarf því að taka sér sæti á bekknum. 8:00 eftir.1. leikhluti | 3-6: Guðmundur Jónsson finnur sig vel í Njarðvík er kominn með sex fyrstu stig gestanna. 2 þristar. 9:00 eftir.1. leikhluti | 0-3: Þetta er byrjað og Keflavík skorar fyrstu þrjú stigin. 9:50 eftir.Fyrir leik: Það er orðið það þröngt í húsinu að áhorfendur eru beðnir um að standa upp til að koma öllum áhorfendum fyrir. Þetta er alvöru.Fyrir leik: Seinustu lay-up hringirnir eru nú farnir og þá hækkar ákafinn í leikmönnum liðanna. Tvær mínútur í uppkast.Fyrir leik: Eins og karfan.is kom inn á fyrr í dag þá hefur Keflavík ekki unnið deildarleik í Ljónagryfjunni síðan 2007 en undanfarin 3 ár hefur Njarðvík ekki unnið með meira en 6 stigum. Fimm mínútur í leik og bekkurinn er orðinn ansi þéttsetinn í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Við búumst náttúrulega eftir hörkuleik en eins og gefur að skilja er oft mikill hiti í þessum leikjum og vonandi mun körfuboltinn sem spilaður verður ekki líða fyrir baráttuna og hitann í kvöld.Fyrir leik: Sælir lesendur góðir og velkomnir með okkur í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem nágrannarnir og erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík mætast í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Keflvíkingar eru áfram ósigraðir í Dominos-deild karla í körfubolta eftir þriggja stiga útisigur á erkifjendum sínum í Njarðvík, 88-85, í mögnuðum nágrannaslag í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið fyrstu þrjá leikhlutana en Keflavíkurliðið lokaði vörninni í fjórða leikhlutanum þar sem liðið náði þrettán stiga forskoti, 85-72. Njarðvíkingum tókst hinsvegar að jafna metin með ótrúlegum 13-0 spretti og það stefndi allt í framlengingu. Gunnar Ólafsson var hinsvegar ekki sammála því og tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík með þriggja stiga körfu 0,6 sekúndum fyrir leikslok. Michael Craion frá frábær hjá Keflavík með 24 stig og Guðmundur Jónsson var með 17 stig. Gunnar Ólafsson skoraði 11 stig. Logi Gunnarsson skoraði 22 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már Friðriksson var með 17 stig. Njarðvíkingar settu á svið mikla skotnýtingu framan af leik með Loga Gunnarsson í fararbroddi en Njarðvíkingurinn í Keflavíkurliðinu, Guðmundur Jónsson, hóf leikinn á því setja niður tvo þrista á fyrstu mínútu leiksins. Njarðvík var 32-24 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með fimm stiga forskot í hálfleik, 53-48. Logi Gunnarsson skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þar af fjórtán þeirra í fyrsta leikhlutanum. Njarðvík náði mest níu stiga forskoti í þriðja leikhlutanum en Keflavík komst yfir í 65-67 þegar rúm mínúta var eftir af honum. Heimamenn skoruðu fimm síðustu stig fjórðungsins og voru 70-67 fyrir lokaleikhlutann eftir laglega flautukörfu frá Elvari Má Friðrikssyni. Keflvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann af krafti, lokuðu vörninni og voru komnir ellefu stigum yfir, 83-72, eftir rúmar fimm mínútur. Keflvíkingar virtust vera komnir með blóðið á tennurnar og ætla að klára sigurinn en Njarðvíkurliðið gafst ekki upp. Njarðvíkurliðið skoraði þrettán stig í röð og Ágúst Orrason jafnaði metin í 85-85 með þriggja stiga körfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Það stefndi allt í framlengingu þegar Gunnar skoraði sigurkörfuna.Njarðvík-Keflavík 85-88 (32-24, 21-24, 17-19, 15-21)Njarðvík: Logi Gunnarsson 22/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/12 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Nigel Moore 13/16 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Egill Jónasson 2/6 fráköst/4 varin skot.Keflavík: Michael Craion 24/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 17, Darrel Keith Lewis 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 7/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Andy Johnston: Mínir menn svöruðu kallinu í seinni hálfleik„Þetta var frábær leikur. Njarðvík er með mjög gott lið og spiluðu af hörku og keyrðu sóknirnar sínar vel. Þetta hefði getað endað hvoru megin í kvöld.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð Andy Johnston, þjálfara Keflavíkur, eftir háspennuleik í Ljónagryfjunni í kvöld. Andy var spurður um hvað hann hafi sagt við leikmenn sína í hálfleik en Keflavík átti mjög góðann þriðja leikhluta og svo byrjun á fjórða leikhluta. „Í upphafi leiktíðar höfum við verið að halda liðum í 65 stigum í leik sem er að ég held það besta í deildinni og Njarðvík er að skora 106 stig í leik. Þeir voru komnir í 53 stig í hálfleik og það er hálf leið upp í 106. Við vorum hinsvegar komnir í 48 og ég sagði að ef við spiluðum vörnina sem við þurftum þá myndum við vinna. Við vorum ekki að spila vörnina okkar í fyrri hálfleik.“ „Njarðvík var skrefi á undan okkur í byrjun leiks og við spiluðum ekki af nógu mikilli hörku í byrjun. Mínir menn svöruðu síðan kallinu í seinni hálfleik og léku af eðlilegri getu og sýndu hvað í þeim býr. Við héldum þeim í 32 stigum í seinni hálfleik og það er nærri okkar getu“, sagði Andy og bætti við að hann vonaði að leikurinn myndi efla sjálfstraust sinna manna en tók fram að hann sá fullt af hlutum sem þurfti að vinna í. Þetta var fyrsti grannaslagurinn hjá Andy og var hann spurður út í það hvernig honum leist á stemmninguna en hún var mjög góð. „Það var frábær stemmning, þetta var æðislegt. Þetta verður ekki mikið betra en þetta. Maður vill frekar hafa lítið íþróttahús og hafa það kjaftfullt heldur en að hafa 10 þúsund manna höll og hafa bara 3000 manns í húsinu.“ Einar Árni Jóhannsson: Festumst fyrir aftan þriggja stiga línunaEinar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var að vonum brúnaþungur strax eftir leik en lið hans tapaði á minnsta mun á móti grönnum sínum í Keflavík. Hann var spurður hvað Njarðvík hefði getað gert betur í leiknum: „Það eru kannski tveir lykil þættir svona strax eftir leik. Við hefðum getað spilað betri vörn, alveg klárlega og jafnvægið var ekki rétt í sóknarleiknum. Við festumst fyrir aftan þriggja stiga línuna og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við hittum náttúrulega mjög vel í fyrri hálfleik en áttum síðan í vandræðum fyrir utan línuna í seinni hálfleik. Við klórum okkur í einhver 32 stig í seinni hálfleik sem er ekki mikið í þetta hröðum leik.“ Einar var spurður hvort svona endir á leik myndi skaða sjálfstraust leikmanna Njarðvíkur. „Nei nei, við vorum að mæta liðinu sem allir eru að tala um og öllum finnst svo æðislegir. Þeir voru góðir hérna í kvöld og mér fannst við vera mjög góðir á löngum köflum en náðum ekki að klára þetta. Þeir stigu upp og náðu góðum spretti í seinni hálfleik sem reyndist erfitt að brúa. Það sem er kannski súrast við þetta er, að eins ólíklega og þetta leit út fyrir að vera þá komum við til baka og jöfnuðum leikinn. Kredit samt á Gunna Óla. sem setti stórt skot, nærrum því fyrir aftan endalínu sem datt og sigurinn datt þeirra megin núna.“ Gunnar Ólafsson: Aðeins einn möguleiki og það var að setja skotið niðurHetja Keflvíkinga Gunnar Ólafsson átti erfitt með að koma orðum að hlutunum þegar hann var spurður hvað færi í gegnum hausinn á síðustu andartökum leiksins og skotið er látið ríða af. „Það fór í raun og veru ekkert í gegnum hausinn, það var bara einn möguleiki og það var að setja skotið niður. Vöðvaminnið tekur í raun við, ég var ekki búinn að hitta vel í leiknum en ég gleymdi því bara og skaut í lokin.“ Hann taldi að þessi leikur myndi gefa Keflavík góðan meðbyr í næstu leiki. „Við erum búnir að vera að vinna hina leikina nokkuð létt, þetta er þannig lagað fyrsti alvöru leikurinn og að fá sigur út úr honum bætir sjálfstraustið alveg klárlega“, og bætti við um stemmninguna „Ég hef aldrei upplifað svona stemmningu, þetta var geðveikt. Algjör snilld.“ Leikurinn var í beinni textalýsingu á Vísi og má sjá gang mála í leiknum hér fyrir neðan.4. leikhluti | 85-88: Leiknum lýkur og það gjörsamlega tryllist allt Keflavíkur megin. Þvílíkur leikur. Ég vona að fólk hafi verið að horfa á þetta í sjónvarpinu. Frábær leikur.4. leikhluti | 85-88: Gunnar Ólafsson með SVAKALEGA körfu þegar 0,6 sekúndur eru eftir. Njarðvík tekur leikhlé. Þetta er rosalegur leikur.4. leikhluti | 85-85: Heimamenn búnir að éta upp 13 stiga forskot Keflvíkinga. Alvöru leikur.4. leikhluti | 85-85: Michael Craion misnotar tvö víti og Njarðvíkingar leggja af stað í sókn. Þeir náðu að JAFNA þegar 5 sek eru eftir. Rosalegt. Leikhlé.4. leikhluti | 82-85: Keflvíkingar að spila skynsamlega í sókninni og láta skotklukkuna líða en ná ekki að skora. Logi Gunnarsson með risa þrist og það er 3 stiga munur. 40 sek eftir.4. leikhluti | 78-85: Njarðvíkingar náðu að stela boltanum og skora. Náðu síðan sóknarfrákasti og skora í næstu sókn og villa þar að auki. Við það lauk Valur Orri Valsson leik með fimm villur og 12 stig. Leikhlé, 1:46 eftir.4. leikhluti | 74-85: Njarðvíkingar eru ekki að ná að skora þessa stundina eins og þeir væru til í að gera. Leikhlé þegar 2:36 eru eftir. Það er heitt í Ljónagryfjunni og nóg eftir.4. leikhluti | 72-85: Guðmundur Jónsson hefur lokið leik í kvöld með fimm villur, hann skilaði hinsvegar 17 stigum. 3:34 eftir.4. leikhluti | 72-83: Keflvíkingar voru á 0-11 spretti áður en Elvar Már Friðriksson náði að svara fyrir heimamenn. Michael Craion skoraði síðan körfu og nýtti víti sem hann fékk í kjölfarið. Keflavík náði síðan boltanum aftur og skoraði. Njarðvík tekur leikhlé. 4:34 eftir.4. leikhluti | 70-76: Lítið skorað þessar mínútur enda baráttan mikil og taugarnar þandar hjá leikmönnum. 5:33 eftir.4. leikhluti | 70-76: Valur nýtti bæði vítin. Mesti munur fyrir Keflavík síðan á upphafsmínútunum.4. leikhluti | 70-74: Valur Orri Valsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina og kom þeim yfir. Darryl Lewis bætti síðan við tveimur stigum í viðbót og munurinn orðinn fjögur stig. Valur stal síðan boltanum og Nigel Moore sá sig tilneyddan til að rífa í hann og fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Leikhlé tekið af heimamönnum. 7:35 eftir.4. leikhluti | 70-69: Lokafjórðungurinn er hafinn og Hjörtur Einarsson er kominn með þrjár villur fyrir Njarðvík. Nigel Moore stal síðan boltanum fyrir heimamenn en Keflavík náði honum aftur. Guðmundur Jónsson brunaði fram og lagði boltann ofan í og fékk villu að auki. Hann nýtti síðan ekki vítið. 9:11 eftir.3. leikhluti | 70-67: Heimamenn skoruðu fimm síðustu stig fjórðungsins og sveifluðu leiknum aftur sér í vil. Elvar Már Friðriksson skoraði flautukörfu fyrir heimamenn. Einn fjórðungur eftir og það getur allt gerst.3. leikhluti | 65-67: Keflvíkingar komnir yfir, Darryl Lewis kom þeim tveimur stigum yfir. 1:10 eftir.3. leikhluti | 65-64: Eins stigs munur þegar 1:35 eru eftir af fjórðungnum. Svona viljum við hafa þetta.3. leikhluti | 65-61: Friðrik Stefánsson nýtti tvö víti en Craion svara um hæl. Liðin skiptast á að skora þessa stundina. 2:31 eftir.3. leikhluti | 63-55: Gunnar Ólafsson, Keflavík skorar þriggja stiga körfu en Hjörtur Einarsson svara fyrir þá grænu. Það eru mikil læti í húsinu enda leikurinn mikil skemmtun. 3:45 eftir.3. leikhluti | 61-52: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:53 eru eftir. Heimamönnum gengur betur þessa stundina, munurinn orðinn níu stig.3. leikhluti | 61-52: Önnur óíþróttamannsleg villa komin í hús og var það Arnar Freyr Jónsson sem náði sér í hana. 5 mín. eftir.3. leikhluti | 60-52: Friðrik Stefánsson getur ennþá troðið en tæpt var það. Rétt áður virtist Njarðvíkingur taka boltann af hringnum en dómararnir veifuðu því í burtu. 5:41 eftir.3. leikhluti | 58-52: Lítið skorað fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Michael Craion er kominn með þrjár villur hjá Keflavík. Það eru slæm tíðindi. 6:20 eftir.3. leikhluti | 55-52: Darryl Lewis er að taka við sér fyrir gestina en hann er búinn að skora fjögur fyrstu stigin fyrir þá. Egill Jónasson kom sér á blað fyrir heimamenn. 8:25 eftir.3. leikhluti | 53-50: Seinni hálfleikur er hafinn og Michael Craion byrjaði á því að fara á línuna til að misnota tvö víti. Keflavík náði samt boltanum aftur og Lewis skoraði fyrstu stigin. 9:35 eftir.2. leikhluti | 53-48: Það sem hefur einkennt þennan leik fyrir utan baráttuna, þá er það góð þriggja stiga nýting liðana. Leikhlutanum er lokið og heimamenn ganga til búningsherbergja með fimm stiga forystu.2. leikhluti | 50-44: Elvar Már Friðriksson nær í villu fyrir Njarðvík en hlaut slæma byltu að launum. Blessunarlega var hann snöggur á lappir. Hann nýtti bæði vítin. 1:50 eftir.2. leikhluti | 46-44: Friðrik Stefánsson, Njarðvík, þarf að tylla sér á tréverkið kominn með þrjár villur. 2:33 eftir2. leikhluti | 43-38: Arnar Freyr Jónsson minnkaði muninn niður í tvö stig fyrir Keflavík en Nigel Moore var ekki lengi að svar fyrir Njarðvík með þrist. 4:00 eftir.2. leikhluti | 40-35: Leikhlé tekið þegar 5:10 eru eftir. Keflvíkingar náðu að ég held fimm sóknarfráköstum í seinustu sókn sinni en náðu ekki að skila boltanum í körfuna. Staðan 8-11 í leikhlutanum.2. leikhluti | 38-35: Michael Craion og Valur Orri sýndu þarna gott pick og roll, Craion lagði boltann ofan í og náði í villu að auki. Hann nýtti vítaskotið. 6:28 eftir.2. leikhluti | 38-32: Fínn kafli hjá gestunum núna, munurinn er í 5 stigum en þriggja stiga nýing liðanna er ógurleg. 7:30 eftir.2. leikhluti | 35-24: Þriggja stiga skotsýningin heldur áfram en Nigel Moore og Þröstur Jóhannsson með sitthvoran þristinn. 9:24 eftir.1. leikhluti | 32-24: Leikhlutanum er lokið og Njarðvíkingar eru með 8 stiga forystu og eru vel að henni komnir. Hittu vel í sókninni og spiluðu góða vörn í lok leikhlutans þar sem þeir neyddur gestina í erfið skot. Guðmundur Jónss. með 10 stig fyrir Keflavík og Logi Gunnarsson með 14 stig fyrir Keflavík.1. leikhluti | 32-21: Logi með enn eina þriggja stiga körfuna og nú af Njarðvíkur merkinu. 45 sek eftir.1. leikhluti | 29-21: 1:15 eftir og Njarðvíkingar eru komnir með mestu forystu leiksins. Logi Gunnarsson komin með 11 stig.1. leikhluti | 27-21: Það er búið að vera þriggja stiga skotsýning undanfarna mínútu. Logi Gunnarsson kom heimamönnum í sex stiga forystu aftur og Keflavík tekur leikhlé. 1:55 eftir.1. leikhluti | 24-21: Ágúst Orri kemur heimamönnum í 6 stiga forystu með þrist í andlitið á Þresti. Guðmundur Jónsson kvittar hinsvegar fyrir félaga sinn. 2:30 eftir.1. leikhluti | 19-15: Logi Gunnarsson er búinn að skora átta síðustu stig leiksins. 4:20 eftir.1. leikhluti | 14-15: Logi Gunnarsson kemur sér á blað. Þriggja stiga karfa. 5:40 eftir.1. leikhluti | 11-13: Fyrsta óíþróttamannslega villan komin í hús og það var Friðrik Stefánsson, Njarðvík sem fékk hana. Valur Orri neglir síðan niður þrist. 6:50 eftir.1. leikhluti | 11-9: Það mátti búast við þessu mjótt á munum og harðar villur. Elvar Már Friðriks. að setja niður körfu og fá villu þar að auki. Hann nýtti vítaskotið. 7:19 eftir.1. leikhluti | 6-8: Arnar Freyr Jónsson leikstjórnandi Keflavíkur var ekki lengi að ná sér í tvær villur og þarf því að taka sér sæti á bekknum. 8:00 eftir.1. leikhluti | 3-6: Guðmundur Jónsson finnur sig vel í Njarðvík er kominn með sex fyrstu stig gestanna. 2 þristar. 9:00 eftir.1. leikhluti | 0-3: Þetta er byrjað og Keflavík skorar fyrstu þrjú stigin. 9:50 eftir.Fyrir leik: Það er orðið það þröngt í húsinu að áhorfendur eru beðnir um að standa upp til að koma öllum áhorfendum fyrir. Þetta er alvöru.Fyrir leik: Seinustu lay-up hringirnir eru nú farnir og þá hækkar ákafinn í leikmönnum liðanna. Tvær mínútur í uppkast.Fyrir leik: Eins og karfan.is kom inn á fyrr í dag þá hefur Keflavík ekki unnið deildarleik í Ljónagryfjunni síðan 2007 en undanfarin 3 ár hefur Njarðvík ekki unnið með meira en 6 stigum. Fimm mínútur í leik og bekkurinn er orðinn ansi þéttsetinn í Ljónagryfjunni.Fyrir leik: Við búumst náttúrulega eftir hörkuleik en eins og gefur að skilja er oft mikill hiti í þessum leikjum og vonandi mun körfuboltinn sem spilaður verður ekki líða fyrir baráttuna og hitann í kvöld.Fyrir leik: Sælir lesendur góðir og velkomnir með okkur í Ljónagryfjuna í Njarðvík þar sem nágrannarnir og erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík mætast í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira