Þráinn og Gunnar Nelson, bardagakappinn góðkunni, voru ásamt tveimur öðrum félögum sínum á leiðinni í óvissuferð Mjölnis þegar óhappið varð. „Það kom bara allt í einu hálka. Við vorum samferða öðrum bíl sem keyrði á undan okkur. Þeir ákváðu að hringja til að láta okkur vita að þetta væri eiginlega vonlaust. Svo þegar þeir líta í baksýnisspegilinn þá sjá þeir bara hvar við fljúgum út af Þjórsármegin,“ segir Þráinn.
Hann segir mikil mildi að bíllinn hafi ekki hafnað ofan í ánni. „Bíllinn stoppaði sem betur fer á dekkjunum, einhvern meter frá ánni.“

Þráinn birti þessa mynd á Instagram í gær en þar má sjá beygjuna þar sem bíllinn valt.