NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:00 NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig. NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig.
NBA Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira