Helgi Már Magnússon (20 stig) og Martin Hermannsson (18 stig) voru í aðalhlutverkum í stigaskoruninni hjá KR en það voru fleiri leikmenn sem hjálpuðu til að landa fimmta sigri KR-liðsins í röð.
Ísfirðingum gekk skelfilega að verja teiginn sinn í leiknum enda nýttu KR-ingar 28 af 39 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna sem þýðir skotnýtingu upp á 72 prósent.
KFÍTV bauð upp á flotta útsendingu frá leiknum sem hægt var að fylgjast með hér á Vísi. Fjölnir Már Baldursson tók síðan saman skemmtilegt myndband með helstu tilþrifum leiksins fyrir heimasíðu KFÍ og má sjá þau hér fyrir neðan.