Íslenskir körfuboltamenn hafa fengið meiri ábyrgð í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili eins og Fréttablaðið tók saman á dögunum.
Þá höfðu 21 íslenskur leikmaður brotið tuttugu stiga múrinn og nú á innan við tveimur vikum hafa sex nýir leikmenn bæst í hópinn.
Það eru þeir Ragnar Gylfason og Rúnar Ingi Erlingsson hjá Val, Ragnar Ágúst Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn, Emil Barja hjá Haukum, Martin Hermannsson hjá KR og Marvin Valdimarsson hjá Stjörnunni.
Rúnar Ingi, Ragnar og Marvin bættust allir í hópinn í gærkvöldi. Rúnar Ingi skoraði þá 23 stig á móti ÍR, Ragnar var með 22 stig á móti toppliði Keflavíkur og Marvin varð fimmti íslenski leikmaðurinn til að brjóta 30 stiga múrinn þegar hann skoraði 32 stig í sigri Stjörnunnar á Haukum.
Ragnar og Rúnar Ingi sáu ennfremur til þess að nú státa öll tólf lið Dominos-deildar karla af íslenskum tuttugu stiga manni.
30 stiga klúbburinn (5)
Justin Shouse, Stjarnan
Matthías Orri Sigurðarson ÍR
Haukur Óskarsson Haukum
Marvin Valdimarsson, Stjörnunni
Martin Hermannsson, KR
---
20 stiga klúbburinn
Reyndari leikmenn (17)
Justin Shouse, Stjarnan
Jóhann Árni Ólafsson Grindavík
Jón Ólafur Jónsson Snæfell
Guðmundur Jónsson Keflavík
Þorleifur Ólafsson Grindavík
Helgi Már Magnússon KR
Logi Gunnarsson Njarðvík
Páll Axel Vilbergsson Skallagrímur
Mirko Stefán Virijevic KFÍ
Sigurður Gunnar Þorsteinsson Grindavík
Davíð Páll Hermannsson Haukar
Darri Hilmarsson KR
Sveinbjörn Claessen ÍR
Pavel Ermolinskij KR
Ragnar Gylfason Val
Marvin Valdimarsson, Stjörnunni
Rúnar Ingi Erlingsson, Val
Ungu strákarnir (10)
Matthías Orri Sigurðarson ÍR
Haukur Óskarsson Haukum
Elvar Már Friðriksson Njarðvík
Kári Jónsson Haukum
Björgvin Ríkharðsson ÍR
Tómas Heiðar Tómasson Þór Þorl
Kristján Pétur Andrésson Snæfelli
Emil Barja, Haukum
Martin Hermannsson, KR
Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þorl.
