Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á af öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á Tarragona á Spáni í dag en hann var aðeins einu höggi frá því að komast áfram.
Fyrr í dag var Birgir Leifur í 40. sæti keppninnar eftir að hafa leikið hringina fjóra á þremur höggum undir pari en þá áttu margir kylfingar eftir að klára lokahringinn.
21 kylfingur komst áfram í næsta stig Evrópumótaraðarinnar en Birgir Leifur var ekki einn af þeim. Allir þeir sem komust áfram höfðu í það minnsta leikið á fjórum höggum undir pari í heildina.
Íslendingurinn var því einu höggi frá því að komast áfram. Hér má sjá hvernig lokastöðuna á mótinu.
Birgir Leifur höggi frá því að komast áfram
