Honda Jazz slær út Toyota Prius í Japan Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2013 08:45 Honda jazz er seldur undir nafninu Fit í Japan. Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn. Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent
Söluhæsti einstaka bíll í Japan í nýliðnum október var Honda Jazz. Með því velti hann úr sessi Toyota Prius bílnum sem hefur haldið titlinum samfellt í tvö og hálft ár. Honda Jazz er nú seldur í Japan af nýrri kynslóð og október var fyrsti heili mánuðurinn sem hann er í sölu. Kaupendum virðist líka vel þessi nýja kynslóð af sölunni að dæma. Það er víðar en í Japan sem Toyota tapar fyrsta sætinu í sölu bílgerða, en í sama mánuði tók Honda Civic efsta sætið af Toyota Corolla í flokki smærri bíla í Bandaríkjunum. Mjög langt verður að bíða þessarar nýju kynslóðar Honda Jazz í Evrópu en það er á planinu að bjóða hann fyrst árið 2015 og verður það að teljast alveg með ólíkindum að kynna þá „nýjan tveggja ára bíl“, en svona er bíliðnaðurinn skrítinn.
Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent