Mikil tækifæri með hálendisvegi norðan Vatnajökuls Svavar Hávarðsson skrifar 12. nóvember 2013 09:20 Sagan kennir að á fimmtán ára fresti rofnar þjóðvegurinn um Suðurland vegna náttúruhamfara. Mynd/Vilhelm Mögulegt er að stytta leiðina frá Reykjavík til Egilsstaða um rúmlega 200 kílómetra með hálendisvegi norðan Vatnajökuls. Slíkur vegur fellur vel að því að hann sé lagður í einkaframkvæmd. Gildandi skipulag útilokar hins vegar veginn. Þetta kom fram í máli Trausta Valssonar, prófessors í umhverfis- og byggingafræðideild við Háskóla Íslands, sem fjallaði um Austurland í tilliti til samgangna á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar í síðustu viku. „Fjórðungurinn er allra verst staddur hvað samgöngur varðar,“ sagði Trausti.Öryggismál Hann benti á að bæði leiðin um Norðurland og Suðurland til Austurlands hefðu stóra galla; þá ekki síst þjóðvegurinn um Suðurland sem reglulega rofnar vegna náttúruhamfara. Væri nærtækt að nefna að flóð vegna Kötlugoss, sem aðeins er tímaspursmál, mun sópa veginum á tugkílómetra kafla á haf út. Sagan sýnir einnig að gera má ráð fyrir rofi á veginum á 15 ára fresti.Trausti Valsson„Þess vegna tel ég að Vatnajökulsvegur, hálendisvegur frá Sprengisandsleið til Austurlands, sé mikilvægur fyrir fjórðunginn sem öryggis- og varaleið. Með gerð Hálslóns kom mjög góður vegur hálfa leiðina og vantar nú aðeins um 80 kílómetra tengingu þaðan yfir á Sprengisandsleið. Vegurinn myndi stytta leiðina frá Reykjavík til Egilsstaða um meira en 200 kílómetra.“ Einkaframkvæmd Vegna hinnar miklu styttingar væri auðvelt, að mati Trausta, að klára veginn í einkaframkvæmd því vegtollur mætti vera allnokkur vegna sparnaðar ferðamannsins við styttinguna. „Þegar þessi vegur væri kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega, meðal annars vegna möguleika á mörgum nýjum hringleiðum,“ sagði Trausti og bætti við að yrði vegurinn lagður í einkaframkvæmd myndi það í engu skipta um aðra uppbyggingu samgangna á Austurlandi, eins og heimamenn óttuðust þegar hugmyndin kom fyrst fram. „Stærsta skrefið til að þetta komist á dagskrá hér eru samtök um það að stofna hliðstætt fyrirtæki eins og Spöl vegna Hvalfjarðarganga. Þar réði úrslitum að heimamenn stofnuðu fyrirtækið, en ef Austlendingar fara að gera úr þessu mikinn ágreining þá verður ekkert úr neinu.“Skipulagsmálin Trausti benti hins vegar á að í samræmdri Samgönguáætlun eru fjórir hálendisvegir gerðir að stofnvegum í vegakerfinu, eins og hringvegurinn er. Enginn slíkur stofnvegur væri hins vegar sýndur til Austurlands, vegna þess að svæðisskipulag gerir ekki ráð fyrir honum. Árið 2015 fellur svæðisskipulagið úr gildi. Vegna þess er í svokallaðri landsskipulagsstefnu sett fram hugmynd sem ætlað er að framlengja líftíma skipulags miðhálendisins. „Tillagan, komst, sem betur fer, ekki til umræðu né afgreiðslu fyrir lok síðasta þings. Nú er bara að vona að nýr umhverfisráðherra leggi ekki tillöguna fyrir að nýju, því það myndi gera mjög erfitt að fá veg norðan Vatnajökuls samþykktan,“ sagði Trausti.Hálendisvegur norðan Vatnajökuls Fréttablaðið greindi í sumar frá áætlunum hóps [Hálendisvegur ehf.] sem undirbýr hálendisveg norðan Vatnajökuls í einkaframkvæmd. Vegurinn á að ná frá Nýjadal á Þjórsársvæðinu að sunnanverðu og að Kárahnjúkum að austanverðu. Tæplega 40 kílómetra leggur yrði einnig norður í land, til dæmis að Svartárkoti í Bárðardal.Vegurinn gæti verið tilbúinn á fimm til sex árum. Áætlaður kostnaður er 5 til 5,5 milljarðar króna. Þessi upphæð fáist til baka á átta til tíu árum.Ríkisstjórnin kanni hálendisvegi Fyrr í þessum mánuði var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið. Þau Haraldur Einarsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir, Framsóknarflokki, auk Vilhjálms Árnasonar, Sjálfstæðisflokki, eru flutningsmenn tillögunnar. Tillagan fjallar um að ríkisstjórnin standi fyrir því að kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að hálendisvegir landsins verði bættir og lagfærðir. Gerð verði forkönnun á umhverfisáhrifum og könnuð samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar, m.a. áhrif á ferðaþjónustu, byggðaþróun, öryggi og á tækifæri á norðurslóðum. Í greinargerð segir að hálendisvegir hafi verið í niðurníðslu undanfarin ár og flokkist frekar sem slóðar en vegir. Af þessum sökum verði þeir ófærir fyrr en skyldi og séu auk þess hættulegri en ella. Þar segir að uppbyggðir hálendisvegir hafi gríðarleg áhrif á ferðaþjónustu og muni án efa dreifa vaxandi fjölda ferðamanna, jafnt erlendra sem innlendra, betur um landið en nú er. Bættir hálendisvegir séu líklegir til að lengja ferðamannatímabilið á þeim stöðum þar sem aukning ferðamanna er minnst. Fréttaskýringar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Mögulegt er að stytta leiðina frá Reykjavík til Egilsstaða um rúmlega 200 kílómetra með hálendisvegi norðan Vatnajökuls. Slíkur vegur fellur vel að því að hann sé lagður í einkaframkvæmd. Gildandi skipulag útilokar hins vegar veginn. Þetta kom fram í máli Trausta Valssonar, prófessors í umhverfis- og byggingafræðideild við Háskóla Íslands, sem fjallaði um Austurland í tilliti til samgangna á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar í síðustu viku. „Fjórðungurinn er allra verst staddur hvað samgöngur varðar,“ sagði Trausti.Öryggismál Hann benti á að bæði leiðin um Norðurland og Suðurland til Austurlands hefðu stóra galla; þá ekki síst þjóðvegurinn um Suðurland sem reglulega rofnar vegna náttúruhamfara. Væri nærtækt að nefna að flóð vegna Kötlugoss, sem aðeins er tímaspursmál, mun sópa veginum á tugkílómetra kafla á haf út. Sagan sýnir einnig að gera má ráð fyrir rofi á veginum á 15 ára fresti.Trausti Valsson„Þess vegna tel ég að Vatnajökulsvegur, hálendisvegur frá Sprengisandsleið til Austurlands, sé mikilvægur fyrir fjórðunginn sem öryggis- og varaleið. Með gerð Hálslóns kom mjög góður vegur hálfa leiðina og vantar nú aðeins um 80 kílómetra tengingu þaðan yfir á Sprengisandsleið. Vegurinn myndi stytta leiðina frá Reykjavík til Egilsstaða um meira en 200 kílómetra.“ Einkaframkvæmd Vegna hinnar miklu styttingar væri auðvelt, að mati Trausta, að klára veginn í einkaframkvæmd því vegtollur mætti vera allnokkur vegna sparnaðar ferðamannsins við styttinguna. „Þegar þessi vegur væri kominn myndi innlendum og erlendum ferðamönnum frá suðvesturhorninu til Austurlands fjölga geysilega, meðal annars vegna möguleika á mörgum nýjum hringleiðum,“ sagði Trausti og bætti við að yrði vegurinn lagður í einkaframkvæmd myndi það í engu skipta um aðra uppbyggingu samgangna á Austurlandi, eins og heimamenn óttuðust þegar hugmyndin kom fyrst fram. „Stærsta skrefið til að þetta komist á dagskrá hér eru samtök um það að stofna hliðstætt fyrirtæki eins og Spöl vegna Hvalfjarðarganga. Þar réði úrslitum að heimamenn stofnuðu fyrirtækið, en ef Austlendingar fara að gera úr þessu mikinn ágreining þá verður ekkert úr neinu.“Skipulagsmálin Trausti benti hins vegar á að í samræmdri Samgönguáætlun eru fjórir hálendisvegir gerðir að stofnvegum í vegakerfinu, eins og hringvegurinn er. Enginn slíkur stofnvegur væri hins vegar sýndur til Austurlands, vegna þess að svæðisskipulag gerir ekki ráð fyrir honum. Árið 2015 fellur svæðisskipulagið úr gildi. Vegna þess er í svokallaðri landsskipulagsstefnu sett fram hugmynd sem ætlað er að framlengja líftíma skipulags miðhálendisins. „Tillagan, komst, sem betur fer, ekki til umræðu né afgreiðslu fyrir lok síðasta þings. Nú er bara að vona að nýr umhverfisráðherra leggi ekki tillöguna fyrir að nýju, því það myndi gera mjög erfitt að fá veg norðan Vatnajökuls samþykktan,“ sagði Trausti.Hálendisvegur norðan Vatnajökuls Fréttablaðið greindi í sumar frá áætlunum hóps [Hálendisvegur ehf.] sem undirbýr hálendisveg norðan Vatnajökuls í einkaframkvæmd. Vegurinn á að ná frá Nýjadal á Þjórsársvæðinu að sunnanverðu og að Kárahnjúkum að austanverðu. Tæplega 40 kílómetra leggur yrði einnig norður í land, til dæmis að Svartárkoti í Bárðardal.Vegurinn gæti verið tilbúinn á fimm til sex árum. Áætlaður kostnaður er 5 til 5,5 milljarðar króna. Þessi upphæð fáist til baka á átta til tíu árum.Ríkisstjórnin kanni hálendisvegi Fyrr í þessum mánuði var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið. Þau Haraldur Einarsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir, Framsóknarflokki, auk Vilhjálms Árnasonar, Sjálfstæðisflokki, eru flutningsmenn tillögunnar. Tillagan fjallar um að ríkisstjórnin standi fyrir því að kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að hálendisvegir landsins verði bættir og lagfærðir. Gerð verði forkönnun á umhverfisáhrifum og könnuð samfélagsleg áhrif framkvæmdarinnar, m.a. áhrif á ferðaþjónustu, byggðaþróun, öryggi og á tækifæri á norðurslóðum. Í greinargerð segir að hálendisvegir hafi verið í niðurníðslu undanfarin ár og flokkist frekar sem slóðar en vegir. Af þessum sökum verði þeir ófærir fyrr en skyldi og séu auk þess hættulegri en ella. Þar segir að uppbyggðir hálendisvegir hafi gríðarleg áhrif á ferðaþjónustu og muni án efa dreifa vaxandi fjölda ferðamanna, jafnt erlendra sem innlendra, betur um landið en nú er. Bættir hálendisvegir séu líklegir til að lengja ferðamannatímabilið á þeim stöðum þar sem aukning ferðamanna er minnst.
Fréttaskýringar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira