„Skítlegt af HK og HSÍ“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 13:15 Leikmenn KA/Þórs á síðustu leiktíð. Mynd/Heimasíða KA Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Norðanmenn eru ósáttir með endurteknar frestanir á leikjum liðsins gegn HK. Upphaflega átti leikurinn að fara fram 10. nóvember og svo aftur á þriðjudagskvöldið. Flugi norður yfir heiðar var aflýst báða leikdaga. „HK hefði báða dagana getað sest upp í rútu, eins og KA/Þór gerir fyrir hvern útileik, og keyrt norður. Við vorum allir af vilja gerðir að seinka leiknum fram á kvöld báða dagana svo þeir gætu gefið sér góðan tíma í að teygja úr fótunum eftir fjögurra tíma ferðalag,“ segir Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar á Norðursport.net. Bendir Siguróli á að Akureyringar hafi flogið leikmanni heim að sunnan í fyrri leikinn með dags fyrirvara vegna slæmrar veðurspár. Á þriðjudaginn hafi orðið ljóst að ekki yrði flugfært í hádeginu. Hann hafi rætt við forsvarsmenn HSÍ og stungið upp á að leikið yrði klukkan 20. Þá hefðu Kópavogsstelpur tíma til að keyra norður líkt og Akureyringar gera í alla útileiki sína. Bæði HSÍ og HK hafnaði tillögunni. „Ég veit þess dæmi að Akureyri Handboltafélag hefur fengið þau skilaboð að gjöra svo vel og keyra í bikarleiki og úrslitakeppni, ef útlit fyrir flug er slæmt. Þeir hafa farið eftir þeim skilaboðum. Ég skil ekki af hverju sama regla gildir ekki milli liða. Þá er einnig vert að minnast á að frestanir á leikjunum okkar voru ákveðnar með tveggja til þriggja tíma fyrirvara og þar af leiðandi öll undirbúningsvinna þjálfara, leikmanna og sjálfsboðaliða farin í vaskinn,“ segir Siguróli ósáttur. „Auðvitað finnst mér þetta skítlegt, bæði af HK og HSÍ.“ Leikur KA/Þórs og HK hefur verið settur á miðvikudaginn 8. janúar klukkan 17.30.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira