Hatursáróður í Sogamýri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2013 20:00 Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum. Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum.
Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53
Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40
Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00
Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51