Hatursáróður í Sogamýri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2013 20:00 Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum. Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum.
Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53
Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40
Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00
Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51